Öðruvísi föstudagspítsa frá Mörtu Rún

Marta Rún Ársælsdóttir er mikill matgæðingur.
Marta Rún Ársælsdóttir er mikill matgæðingur. Samsett mynd

Marta Rún Ársælsdóttir, markaðsstjóri Fiskmarkaðarins, Uppi Bar og Skúla Craft Bar, er mikill matgæðingur og áhugamanneskja um mat. Hún er dugleg að elda fyrir fjölskyldu, vini og vandamenn þegar tími gefst og er dugleg að prófa nýja hluti í matargerð.

Marta býður upp á föstudagspítsuna að þessu sinni sem er öðruvísi en þessi hefðbundna. Marta notar Buffalo-sósu sem flestir nota á kjúklingavængi en lofar því að útkoman verði dásamleg.

Föstudagspítsan að þessu sinni kemur á óvart.
Föstudagspítsan að þessu sinni kemur á óvart. Ljósmynd/Úr einkasafni

Sterk burrata-pítsa

Magn eftir smekk

  • Pítsadeig
  • 200 ml tómatpassata
  • 1 kúla Burrata-ostur
  • Rifinn mozzarella
  • Graslaukur
  • Hunang
  • Frank's Red Hot Sauce

 Aðferð

  1. Fletjið út pítsadeigið og útbúið botna.
  2. Setjið tómatpassata, burrata-ostinn, rifinn mozzarella yfir pítsubotninn.
  3. Setjið Frank's Red Hot Sauce yfir pítsuna í því magni sem þið treystið ykkur í. Sósan er sterk.
  4. Pítsan er bökuð í ofni. 
  5. Setjið hunang og graslauk yfir pítsuna eftir að hún kemur úr ofninum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert