4 ráð til að gera mat næringarríkari

Gulrætur eru bestar gufusoðnar.
Gulrætur eru bestar gufusoðnar. mbl.is/Colourbox

Til eru fjölmargar leiðir til þess að gera mat enn næringarríkari. Í umfjöllun The Times kemur meðal annars fram að bara með því að bæta við þremur matskeiðum af kjúklingabaunum á diskinn þá má minnka líkur á ristilkrabbameini um 21%.

1. Hunang út á jógúrtið

Það er gott fyrir flóruna að bæta einni teskeið af hunangi út í jógúrtið. Jógúrt er almennt góð fyrir meltinguna og bætir líka skap og andlega líðan. Hunangið ýtir enn frekar undir jákvæð áhrif góðgerlana í meltingarveginum. 

2. Pensla olíu á tómatana

Tómatar eru fullir af andoxunarefnum sem hafa verið tengd við að veita vörn gegn krabbameini og öðrum hjartasjúkdómum. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig gefið til kynna heilsufarslega ávinninga af því að elda tómata til þess að njóta góðra áhrifa. Við eldun verður auðveldara að nýta lycopene sem leynist í tómötunum. Þá er enn betra að pensla tómatana með olíu. 

3. Kaffi eftir morgunverð

Mörgum finnst gott að byrja daginn á rótsterku kaffi. Það gæti hins vegar verið gáfulegra að bíða með það eftir morgunmat. Að drekka kaffi fyrir mat hefur áhrif á blóðssykursstjórnun þannig að blóðsykurinn verður hærri þegar maður loks borðar. 

4. Betra að gufusjóða gulrætur

Gufusoðnar gulrætur þykja heilsusamlegri en hráar því hitinn eykur magn andoxunarefna segir í rannsókn Journal of Agricultural and Food Chemistry. Þá eru lauf gulrótanna sérstaklega rík af vítamínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert