Geggjuð og ekta uppskrift að Pad-Thai núðlum

Sonya segir dagsdaglegu matseldina byggjast að mestu leyti á því …
Sonya segir dagsdaglegu matseldina byggjast að mestu leyti á því sem hún ólst upp við sjálf og að taílensk matargerð sé list. Ljósmynd/Aðsend

Sonya Sonpanya segir dagsdaglegu matseldina byggjast að mestu leyti á því sem hún ólst upp við sjálf og að taílensk matargerð sé list. Frekar sé eldað eftir eigin smekk og hugmyndum heldur en að fylgja uppskrift. 

Sonya starfar sem sjúkraliði á kvenlækningadeild Landspítalans. Hún er frá Khon Kaen á Taílandi en flutti hingað til lands 19 ára gömul. Hún starfrækir einnig eigin nuddstofu í Mosfellsbæ ásamt því ala upp tvo fjöruga drengi.

Það er tilvalið og ekkert of flókið að matreiða ekta …
Það er tilvalið og ekkert of flókið að matreiða ekta taílenskar Pad Thai-núðlur Ljósmynd/Aðsend

Það hefur verið vinsælt að halda matarkvöld með samstarfsfélögum hennar á kvenlækningadeild og hefur hún kennt þeim að elda ekta taílenskan mat. 

Eldað að hætti Sonyu.
Eldað að hætti Sonyu. Ljósmynd/Aðsend

Sonya deilir hér uppskrift og upplifun frá einu slíku kvöldi þar sem eldaðar voru Pad Thai-núðlur.

Pad Thai-núðlur 

fyrir tvo

  • Olía til steikingar
  • 200 g hrísgrjónanúðlur
  • 1-2 kjúklingabringur
  • 2 skarlottlaukar
  • Sirka 2 lúkur blaðlaukur
  • Sirka 1 lúka baunaspírur
  • Pad Thai-sósa
  • Fiskisósa
  • Sykur
  • Chiliduft
  • Salthnetur
  • Límóna

Aðferð:

  1. Gott er að byrja á að leggja 200 grömm af hrísgrjónanúðlum í volgt vatn í um 20 mínútur. Vatnið er svo sigtað frá.
  2. Því næst eru 1-2 kjúklingabringur (eftir smekk) skornar í bita og steiktar í gegn á pönnu. Einnig er hægt að nota t.d. tófú eða rækjur í stað kjúklings.
  3. Olía er sett á pönnu og hituð. Fínt saxaður skarlottlaukur settur út í. Því næst er fjórum skeiðum af padthai bætt út á pönnuna (fæst t.d. í fiska.is).
  4. Kjúklingnum er bætt út á pönnuna ásamt tveimur eggjum. Þá er núðlunum bætt út á pönnuna. Öllu blandað vel saman.
  5. Blaðlaukur (sirka tvær lúkur) er skorinn í strimla og bætt út á pönnuna.
  6. Baunaspírum (sirka einni lúku) er bætt út á pönnuna.
  7. Þá er fiskisósu, sykri og chilidufti bætt út á pönnuna, eftir smekk. Gott að smakka til.
  8. Rétturinn er skreyttur með fíntsöxuðum salthnetum, baunaspírum og límónu. 

Verði ykkur að góðu!

Hráefnin í réttinn fást úti í búð, en Sonya tekur …
Hráefnin í réttinn fást úti í búð, en Sonya tekur sérstaklega fram að Pad Thai-sósuna sé hægt að fá á fiska.is. Ljósmynd/Aðsend
Góður undirbúningur er lykillinn við matseldina.
Góður undirbúningur er lykillinn við matseldina. Ljósmynd/Aðsend
Sonya Sonpanya eldar frá hjartanu.
Sonya Sonpanya eldar frá hjartanu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert