Geggjuð og ekta uppskrift að Pad-Thai núðlum

Sonya segir dagsdaglegu matseldina byggjast að mestu leyti á því …
Sonya segir dagsdaglegu matseldina byggjast að mestu leyti á því sem hún ólst upp við sjálf og að taílensk matargerð sé list. Ljósmynd/Aðsend

Sonya Son­panya seg­ir dags­dag­legu mat­seld­ina byggj­ast að mestu leyti á því sem hún ólst upp við sjálf og að taí­lensk mat­ar­gerð sé list. Frek­ar sé eldað eft­ir eig­in smekk og hug­mynd­um held­ur en að fylgja upp­skrift. 

Sonya starfar sem sjúkra­liði á kven­lækn­inga­deild Land­spít­al­ans. Hún er frá Khon Kaen á Taílandi en flutti hingað til lands 19 ára göm­ul. Hún starf­ræk­ir einnig eig­in nudd­stofu í Mos­fells­bæ ásamt því ala upp tvo fjör­uga drengi.

Það er tilvalið og ekkert of flókið að matreiða ekta …
Það er til­valið og ekk­ert of flókið að mat­reiða ekta taí­lensk­ar Pad Thai-núðlur Ljós­mynd/​Aðsend

Það hef­ur verið vin­sælt að halda mat­ar­kvöld með sam­starfs­fé­lög­um henn­ar á kven­lækn­inga­deild og hef­ur hún kennt þeim að elda ekta taí­lensk­an mat. 

Eldað að hætti Sonyu.
Eldað að hætti Sonyu. Ljós­mynd/​Aðsend

Sonya deil­ir hér upp­skrift og upp­lif­un frá einu slíku kvöldi þar sem eldaðar voru Pad Thai-núðlur.

Geggjuð og ekta uppskrift að Pad-Thai núðlum

Vista Prenta

Pad Thai-núðlur 

fyr­ir tvo

  • Olía til steik­ing­ar
  • 200 g hrís­grjónanúðlur
  • 1-2 kjúk­linga­bring­ur
  • 2 skarlott­lauk­ar
  • Sirka 2 lúk­ur blaðlauk­ur
  • Sirka 1 lúka bauna­spír­ur
  • Pad Thai-sósa
  • Fiskisósa
  • Syk­ur
  • Chili­duft
  • Salt­hnet­ur
  • Límóna

Aðferð:

  1. Gott er að byrja á að leggja 200 grömm af hrís­grjónanúðlum í volgt vatn í um 20 mín­út­ur. Vatnið er svo sigtað frá.
  2. Því næst eru 1-2 kjúk­linga­bring­ur (eft­ir smekk) skorn­ar í bita og steikt­ar í gegn á pönnu. Einnig er hægt að nota t.d. tófú eða rækj­ur í stað kjúk­lings.
  3. Olía er sett á pönnu og hituð. Fínt saxaður skarlott­lauk­ur sett­ur út í. Því næst er fjór­um skeiðum af padthai bætt út á pönn­una (fæst t.d. í fiska.is).
  4. Kjúk­lingn­um er bætt út á pönn­una ásamt tveim­ur eggj­um. Þá er núðlun­um bætt út á pönn­una. Öllu blandað vel sam­an.
  5. Blaðlauk­ur (sirka tvær lúk­ur) er skor­inn í strimla og bætt út á pönn­una.
  6. Bauna­spír­um (sirka einni lúku) er bætt út á pönn­una.
  7. Þá er fiskisósu, sykri og chili­dufti bætt út á pönn­una, eft­ir smekk. Gott að smakka til.
  8. Rétt­ur­inn er skreytt­ur með fín­tsöxuðum salt­hnet­um, bauna­spír­um og límónu. 

Verði ykk­ur að góðu!

Hráefnin í réttinn fást úti í búð, en Sonya tekur …
Hrá­efn­in í rétt­inn fást úti í búð, en Sonya tek­ur sér­stak­lega fram að Pad Thai-sós­una sé hægt að fá á fiska.is. Ljós­mynd/​Aðsend
Góður undirbúningur er lykillinn við matseldina.
Góður und­ir­bún­ing­ur er lyk­ill­inn við mat­seld­ina. Ljós­mynd/​Aðsend
Sonya Sonpanya eldar frá hjartanu.
Sonya Son­panya eld­ar frá hjart­anu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert