Kræsilegar kartöfluvöfflur sem seðja hungrið

Kartöfluvöfflur eru saðsamar og krassandi.
Kartöfluvöfflur eru saðsamar og krassandi. Skjáskot/Instagram

Staldraðu aðeins við næst þegar þú ætl­ar að henda öll­um soðnu kart­öfl­un­um sem urðu af­gangs í kvöld­matn­um. Þú gæt­ir nefni­lega verið með efnivið í heila máltíð í hönd­un­um sem ann­ars hefði farið til spill­is.

Kart­öflu­vöffl­ur eru krass­andi og bragðgóðar og henta vel sem máltíð sem hægt er að bjóða upp hvenær dags sem er; í morg­un­verð, há­deg­is­verð, kvöld­verð eða jafn­vel sem milli­mál.

Grunn­hrá­efni vaffl­anna eru kart­öfl­ur en það ger­ir þér kleift að leika þér með önn­ur hrá­efni og álegg í bland því flest allt get­ur passað með kart­öfl­um.

Allt sem hug­ur­inn girn­ist.

Svo það skemm­ir ekki fyr­ir að vöffl­urn­ar er sér­stak­lega ein­falt að mat­búa og tek­ur und­ir­bún­ing­ur­inn stutt­an tíma.

Mat­ar­sóun á heim­il­um nú til dags er tölu­vert mik­il. Þá er til­valið að reyna að hugsa sig tvisvar sinn­um um áður en maður hend­ir af­gangs­mat bein­ustu leið í tunn­una. Það er ekki ein­ung­is um­hverf­i­s­vænt held­ur get­ur það líka leitt af sér drjúg­an sparnað í mat­ar­inn­kaup­um.

Kræsilegar kartöfluvöfflur sem seðja hungrið

Vista Prenta

Kart­öflu­vöffl­ur 

Upp­skrift­in gef­ur fjór­ar vöffl­ur

  • 8 meðal­stór­ar soðnar kart­öfl­ur
  • 1 meðal­stór lauk­ur
  • 2 egg
  • 4 msk hveiti
  • 1 tsk matarol­ía
  • Salt, pip­ar eða krydd eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hýðið flysjað af kart­öfl­un­um.
  2. Kart­öfl­urn­ar stappaðar vel sam­an í skál þar til þær eru orðnar kekk­laus­ar.
  3. Lauk­ur smátt saxaður og bætt út í skál­ina.
  4. Eggj­um og olíu bætt við blönd­una og hrært vel sam­an við.
  5. Krydd­blöndu bætt við eft­ir smekk.
  6. Vöfflu­járnið er svo for­hitað áður en kart­öflu­blönd­unni er hellt á járnið.
  7. Einnig er gott að úða Pam-olíu yfir járnið svo vöffl­urn­ar brenni síður við.
  8. Þegar vöffl­urn­ar hafa náð gull­brún­um lit eru þær til­bún­ar.
  9. Þegar vöffl­urn­ar eru full­bakaðar er tími til að njóta þeirra.

Til­valið er að spæla egg og sveppi setja ofan á þær, ásamt græn­meti að vild og hvít­laukssósu.

Verði þér að góðu!

Hægt er að leika sér með hráefni og álegg og …
Hægt er að leika sér með hrá­efni og álegg og búa til mis­mun­andi bragð. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka