Hvernig hljómar penne pasta með beikoni og sveppum?

Girnilegur pastaréttur úr smiðju Berglindar Hreiðars.
Girnilegur pastaréttur úr smiðju Berglindar Hreiðars. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hér er á ferðinni ljúf­feng­ur pasta­rétt­ur sem kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar. Það er lauflétt að töfra fram þenn­an pasta­rétt og ef ykk­ur lík­ar við bei­kon og sveppi á þessi rétt­ur eft­ir að slá í gegn.

Hvernig hljómar penne pasta með beikoni og sveppum?

Vista Prenta

Penne pasta með bei­koni og svepp­um

Fyr­ir 4-6

  • 400 g penne pasta
  • 50 g smjör
  • 250 g svepp­ir
  • 250 g bei­kon
  • 3 hvít­lauks­geir­ar
  • 400 ml rjómi
  • 100 g rjóma­ost­ur
  • 1 lúka par­mes­anost­ur (rif­inn)
  • ½ sítr­óna (saf­inn)
  • 1 msk. sojasósa
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Kletta­sal­at
  • Pek­an­hnet­ur saxaðar

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka og eldið bei­konið þar til það er stökkt.
  2. Skerið svepp­ina niður og steikið upp úr smjör­inu, kryddið eft­ir smekk.
  3. Rífið hvít­lauks­geir­ana niður þegar svepp­irn­ir hafa mýkst og steikið með þeim stutta stund.
  4. Hellið nú rjóm­an­um og rjóma­ost­in­um sam­an við ásamt par­mes­anosti og blandið öllu sam­an í sósu.
  5. Bætið sojasósu og sítr­ónusafa við í lok­in og meira kryddi ef þurfa þykir.
  6. Hrærið soðnu past­anu sam­an við rjómasós­una ásamt söxuðu bei­koni og toppið með kletta­sal­ati og söxuðum pek­an­hnet­um, einnig par­mes­anosti sé þess óskað.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert