Hvers vegna er hollt að endurhita pastaréttinn?

Margir eiga afganga af pastaréttum í frystinum.
Margir eiga afganga af pastaréttum í frystinum. mbl.is/Food52

Rann­sókn­ir benda til þess að það að end­ur­hita pasta­rétti geti haft heilsu­fars­leg­an ávinn­ing. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un The Times.

Vís­indat­eymið í Sur­rey-há­skóla bar sam­an blóðsyk­ur­sviðbrögð við sama pasta­rétt­in­um þegar hann var nýeldaður og svo end­ur­hitaður. 

Um heilsu­sam­leg­an pasta­rétt var að ræða, með ólívu­olíu og hágæða tóm­atsósu. 

Niður­stöður voru birt­ar í Europe­an Journal of Cl­inical Nut­riti­on og í ljós kom að blóðsyk­ur­inn hélst jafn­ari þegar pasta­rétt­ur­inn var borðaður kald­ur. Þá hélst hann einnig lág­ur þegar hann var kæld­ur og end­ur­hitaður.

„Þegar við eld­um pasta þá breyt­ir vatn og hiti upp­bygg­ingu sterkj­unn­ar og verður auðmelt­ari. Þegar það er kælt og end­ur­hitað þá virk­ar sterkj­an eins og trefjar og verður að nær­ingu fyr­ir bakt­erí­urn­ar í melt­ing­ar­veg­in­um,“ seg­ir Tracey Roberts­son pró­fess­or við Sur­rey-há­skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert