Hvers vegna er hollt að endurhita pastaréttinn?

Margir eiga afganga af pastaréttum í frystinum.
Margir eiga afganga af pastaréttum í frystinum. mbl.is/Food52

Rannsóknir benda til þess að það að endurhita pastarétti geti haft heilsufarslegan ávinning. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times.

Vísindateymið í Surrey-háskóla bar saman blóðsykursviðbrögð við sama pastaréttinum þegar hann var nýeldaður og svo endurhitaður. 

Um heilsusamlegan pastarétt var að ræða, með ólívuolíu og hágæða tómatsósu. 

Niðurstöður voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition og í ljós kom að blóðsykurinn hélst jafnari þegar pastarétturinn var borðaður kaldur. Þá hélst hann einnig lágur þegar hann var kældur og endurhitaður.

„Þegar við eldum pasta þá breytir vatn og hiti uppbyggingu sterkjunnar og verður auðmeltari. Þegar það er kælt og endurhitað þá virkar sterkjan eins og trefjar og verður að næringu fyrir bakteríurnar í meltingarveginum,“ segir Tracey Robertsson prófessor við Surrey-háskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka