Bleik kaka fyrir mömmu

Þórunn Högna ætlar að baka bleika köku í tilefni Bleika …
Þórunn Högna ætlar að baka bleika köku í tilefni Bleika dagsins sem framundan er miðvikudaginn 23. október næstkomandi. mbl.is/Karítas

Þórunn Högna stílisti og listrænn stjórnandi hjá Icewear tekur ávallt í þátt í Bleikum október og
leggur sitt af mörkum. Hún ætlar til að mynda að baka bleika köku og halda Bleika daginn hátíðlegan með bleiku þema en hann er framundan miðvikudaginn 23. október næstkomandi

Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur hönnun, hvort sem það er innanhússhönnun, skór, töskur eða flíkur sem fanga augað. Nýjasta áhugamál hennar er matargerð og bakstur. Þá elskar hún fátt meira en að skreyta kökur og leggja á borð þar sem ákveðið þema tekur allt yfir.

Fagurkerinn Þórunn Högna er annálaður fagurkeri og hefur mikla ástríðu …
Fagurkerinn Þórunn Högna er annálaður fagurkeri og hefur mikla ástríðu fyrir að skreyta og hafa fallegt í kringum sig. Þessa dagana eiga bleikar kökuskreytingar hug hennar allan. Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Elskar að baka góðar kökur

„Síðastliðin ár hef ég verið að prófa mig áfram í alls kyns matar- og kökugerð. Mér finnst einstaklega gaman að baka og elda, þeir eru ófáir klukkutímarnir sem ég get eytt í eldhúsinu. Ég elska að baka góðar kökur, oft má líka fara einföldu leiðina í bakstri og leggja svo þeim mun meiri metnað í skreytingarnar. Mér finnst sérlega gaman að skreyta kökur og þar liggur helst ástríða mín í bakstrinum,“ segir Þórunn með bros á vör.

Hver hlutur skiptir máli í heildarmyndinni þegar kakan er borin …
Hver hlutur skiptir máli í heildarmyndinni þegar kakan er borin fram. Háborðið skartar fallegum hvítum vösum frá Magnólíu og dúkurinn ásamt disk unum er frá HM Home-versluninni. Servíetturnar sem hún ætlar að nota eru frá Krabbameinsfélaginu. mbl.is/Karítas

Þórunn tekur ávallt þátt í Bleikum október og allan mánuðinn er eitthvað bleikt í kringum hana.

„Ég klæðist stolt bleiku þennan mánuðinn en því miður hef ég þurft að kveðja allt of marga sem hafa fengið krabbamein og þurft að lúta í lægra haldi. Ég heiðra því minningu þeirra sem hafa fengið krabbamein og ekki unnið baráttuna með því að leggja mitt af mörkum. Til að mynda er Bleiki dagurinn ávallt tekinn alla leið hjá mér og mínum og þá stend ég fyrir því að bjóða upp á bleikt kaffiþema með bleikum kræsingum.“

Bleik kaka fyrir mömmu verður kakan hennar Þórunnar í ár. Eins og áður sagði leggur Þórunn metnað í skreytingarnar og finnst frábært að stytta sér stundum leið í bakstrinum.

„Ég nota mjög oft Betty Crocker-kökumixið, finnst það mjög þægilegt en bæti alls konar út í það og úr verður ómótstæðilega góð kaka. Fyrir Bleika daginn verður bleik kaka fyrir mömmu í hávegum höfð og þessa geta í raun allir gert,“ segir Þórunn einlæg.

Gullfalleg bleik kaka.
Gullfalleg bleik kaka. mbl.is/Karítas

Bleik kaka fyrir mömmu

  • 1 pk. Devils Cake Betty-kökumix
  • 250 ml mjólk
  • 125 g brætt smjör
  • 2 tsk. vanilludropar
  • ½ dl kakóduft frá Nóa & Síríusi
  • smá salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 170°C.
  2. Setjið allt hráefni í hrærivél og blandið vel saman.
  3. Setjið síðan deigið í meðalstórt kringlótt springform, setjið inn í ofn og bakið í um það bil 45 mínútur.
  4. Gott ráð að stinga kökuprjóni í kökuna og ef hann kemur hreinn út er kakan tilbúin.

Vanillusmjörkrem

  • 250 g smjörlíki
  • 250 g smjör við stofuhita
  • 500 g flórsykur
  • 2-3 tsk. vanilludropar
  • salt eftir smekk
  • 1/2 dl ísköld mjólk
  • bleikur kökulitur

Til skrauts ef vill:

  • Súkkulaðislaufur

Aðferð:

  1. Skerið smjör og smjörlíki í litla kubba og þeytið vel saman.
  2. Bætið við flórsykri ásamt vanilludropum, mjólk og salti.
  3. Skreytið síðan kökuna eftir smekk.
  4. Hægt er að leika sér með munstur í kremið.
  5. Setjið bleikar súkkulaðislaufur á kökuna ef vill.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert