„Réttlætanlegt að kaupa hagnýta hluti í eldhúsið“

Guðbjörg Ægisdóttir er fagurkeri fram í fingurgóma. Hún sviptir hulunni …
Guðbjörg Ægisdóttir er fagurkeri fram í fingurgóma. Hún sviptir hulunni af sínum uppáhaldshlutum í eldhúsinu að þessu sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðbjörg Ægisdóttir fagurkeri og gleðigjafi með meiru opnar eldhúsið sitt að þessu sinni. Hún á sína uppáhaldshluti í eldhúsinu og þeir sem eiga sér sögu eða rifja upp bernskuminningarnar eiga sér sess í hjarta hennar.

Hún er þekkt fyrir að vera mikill gleðigjafi og höfðingi heim að sækja. Þegar undirrituð heimsækir hana í eldhúsið finn ég strax þessa hlýju og jákvæðu nærveru. Guðbjörg er létt í lund og hlátur hennar er smitandi, hún segist vera nýlega orðinn Vesturbæingur og líka það vel en hún starfar sem sjúkraliði og versluninni GK í Reykjavík.

 „Bæði störfin eru einstaklega gefandi fyrir sálina og ég hef virkilega gaman að því að vera innan fólk,“ segir Guðbjörg á meðan hún nostrar við eldhúsið.

Eftirminnilegustu kvöldin

„Ég hef mjög gaman af því að sameina notagildi og fagurfræði í eldhúsinu. Meirihluti þess sem ég á og notast við í eldhúsinu er frá æskuheimili mínu á Akranesi eða þá frá ömmu minni. Það sannar þá kenningu mína að réttlætanlegt er að kaupa hagnýta hluti í eldhúsið því þeir endast oft ævilangt,“ segir Guðbjörg með sínu geislandi brosi.

Guðbjörg hefur gaman að því að sameina notagildið og fagurfræðina …
Guðbjörg hefur gaman að því að sameina notagildið og fagurfræðina þegar kemur að eldhúsinu og því sem því fylgir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðbjörg veit fátt skemmtilegra en að eiga góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Hún legg­ur mikið upp úr að hafa nota­legt heima þegar gesti ber að garði og elskar að leggja á borð fyrir veisluhöld.

„Það jafnast fátt við það að sitja með skemmtilegu fólki og borða saman góðan mat, og jafnvel drekka góða drykki í heimahúsi. Það er þó mín tilfinning að margir eigi það til að mikla fyrir sér að bjóða heim til veislu. Það þarf ekki að vera flókið og það þarf ekki að vera dýrt en yfirleitt eru eftirminnilegustu kvöldin þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi.“

Klassíska KitchenAid hrærivélin fullkomnar eldhúsið

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í eldhúsinu?

„Þessi klassíska KitchenAid hrærivél fullkomnar eldhúsið, bæði falleg og mjög hagnýt. Ég held sérstaklega upp á mína þar sem ég ég fékk hana í gjöf frá pabba eftir að ég útskrifaðist úr Hússtjórnarskólanum.“

Áttu þér uppáhaldsglasalínu?

Frederik Bagger glösin eru mín uppáhalds. Ég nota þau bæði dags daglega og spari. Einnig eru þau til í mörgum litum sem skemmtilegt er að blanda saman.“

Uppáhaldsglösin eru frá Frederik Bagger.
Uppáhaldsglösin eru frá Frederik Bagger. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað finnst þér vera heitasta trendið í eldhúsið núna?

„Það er sjaldan sem ég kem í heimsókn eða fer í matarboð án þess að sjá eitthvað frá Royal Copenhagen Blue Mega línunni enda er hún einstaklega falleg og tímalaus.“

Hvaða litur er að koma sterkur inn að þínu mati?

„Jarðlitir hafa verið mjög áberandi undanfarið og eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst samt alltaf gaman þegar fólk notar liti á sinn hátt, án þess að eltast við ákveðna tískustrauma.“

Bláa Blómið frá Royal Copanhagen uppáhalds

Uppáhaldsmatarstellið þitt?

„Í vor eignaðist ég Bláa Blómið frá Royal Copenhagen. Þetta er matarstell fyrir tólf manns, sem áður tilheyrði danskri nágrannakonu. Það er alltaf hátíðlegt þegar Bláa Blómið er dregið fram. Veislurnar sem ég hef haldið með þessu stelli hafa alltaf verið framúrskarandi skemmtilegar og gæti verið að það sé stellinu að þakka,“ segir Guðbjörg og glottir.

lBáa Blómið frá Royal Copenhagen er uppáhaldsmatarstell Guðbjargar. Það tilheyrði …
lBáa Blómið frá Royal Copenhagen er uppáhaldsmatarstell Guðbjargar. Það tilheyrði áður danskri nágrannakonu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fallegt og stílhreint.
Fallegt og stílhreint. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppáhaldshnífasettið?

„Ég á einn japanskan hníf sem flýgur í gegnum stórsteikurnar.“

Hvort kýstu að nota plast eða viðarbretti?

„Ég vel ávallt viðarbretti, bæði til að skera á og bera fram mat á. Það verður allt gómsætara á fallegu viðarbretti.“

Ertu með kaffivél í eldhúsinu?

„Já, er með La Piccola ítalska espresso vél.“

Áttu þér þinn uppáhaldskaffibolla?

„Þar sem ég er nýflutt í Vesturbæinn kom ekki annað til greina en að aðlagast Vesturbæjarsamfélaginu og byrja að drekka kaffi. Ég var búin að gefa út yfirlýsingu heima að ég myndi byrja um leið og ég fengi Helle Mardhal kaffibolla. Á sjálfan afmælisdaginn rættist draumurinn og eignaðist 2 stykki. Hingað til hafa þeir nú meira verið upp á punt heldur en í notkun.“

Fékk draumakaffibollan í afmælisgjöf, frá Helle Mardhal.
Fékk draumakaffibollan í afmælisgjöf, frá Helle Mardhal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breytir þú eldhúsinu eftir árstíðum, hvað varðar liti og annað slíkt?

„Nei, ekki hingað til. Í æskuheimilinu mínu var þetta gert reglulega. Það var til að mynda skipt um gardínur, dúka, pottaleppa svo fátt sé nefnt, eftir árstíðum. Allt þetta var handsaumað og margt svo guðdómlega fallegt. Ég held enn í suma af þessum hlutum því þeir eru svo fallegir og hafa mikla persónulega tenginu í æskuna, aldrei að vita nema maður endurveki þessa hefð.“

Uppáhaldsstaðurinn í eldhúsinu?

 „Við vaskinn, einfaldlega vegna þess að þar hef ég stórkostlegt útsýni yfir borgina.“

Ertu með kerti í eldhúsinu?

„Ég hef ekki pláss fyrir kerti í sjálfu eldhúsinu, en ég er mikið fyrir að hafa kerti í borðstofunni þar sem þau skapa huggulega stemningu.“

Straujaður dúkur og servíettur

Finnst þér skipta málið að leggja fallega á borð?

„Já, það skiptir mig miklu máli þegar halda á veislu . Ég gef mér góðan tíma í það og byrja kvöldinu áður á því að stilla öllu upp á borðstofuborðið. Mér finnst mikilvægt að leggja á borð með vel straujuðum dúk, servíettum, raða borðbúnaði og skreyta síðan með fallegum blómum. Þetta gerir matarupplifunina talsvert skemmtilegri.“

Hvað dreymir þig um að eignast í eldhúsið?

Le Creuset pottur hefur verið lengi á óskalistanum mínum.“

Áttu grill? Ef svo er hvaða tegund?

„Hér á heimilinu er lítið Weber gasgrill sem var í stanslausri notkun í sumar.“

Guðbjörg er þekkt fyrir að vera mikill gleðigjafi og höfðingi …
Guðbjörg er þekkt fyrir að vera mikill gleðigjafi og höfðingi heim að sækja. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert