Stjörnukokkur bauð upp á djarfa bragðupplifun á Tides

Javier Rodriguez var gestakokkur á veitingastaðnum Tides á Hótel Edition …
Javier Rodriguez var gestakokkur á veitingastaðnum Tides á Hótel Edition í Reykjavík ásamt yfirkokkinum, Chef de Cuisine Guido Ojeda. Samsett mynd

Á dögunum var hinn frægi argentínski stjörnukokkur, Javier Rodriguez, gestakokkur á veitingastaðnum Tides sem staðsettur er á Hótel Edition í Reykjavík. Hann tók við stjórninni í eldhúsinu í samstarfi við yfirkokkinn á Tides, Chef de Cuisine Guido Ojeda þar sem þeir matreiddu saman sannkallaðan veislumat ofan í matargesti.

Buðu þeir félagar upp á stórfenglegan stjörnumatseðil þar sem norður argentínsk tækni í matargerð var fléttuð saman við íslenskt staðbundið hágæða hráefni.

View this post on Instagram

A post shared by Tides (@tidesreykjavik)

Matseðillinn sameinaði alþjóðlega sérfræðiþekkingu og list gestakokksins, sem er sótt í fremstu veitingahús í Asíu, Evrópu, Suður-Ameríku og frá heimahögum hans í norður Argentínu. Rodriguez hefur meðal annars leitt einn fremsta veitingastað í Argentínu, El Papagayo og sú þekking og reynsla skilaði sér svo sannarlega í matargerð hans á Tides.

Stjörnukokkurinn Javier Rodriguez kemur frá Argentínu.
Stjörnukokkurinn Javier Rodriguez kemur frá Argentínu. Ljósmynd/Aðsend

Að þora að taka smá áhættu

Und­ir­rituð naut þeirra for­rétt­inda og lystisemda sem þeir félagar buðu upp á og matarupplifunar sem fór fram úr öll­um vænt­ing­um. Rodriguez bar fram alla réttina sjálfur og kynnti þá með alúð og af ástríðu. Hann sagði að lykillinn að góðri matargerð sé ferskleiki hráefnisins og þora að taka smá áhættu, sem hann hikar ekki við að gera.

Tvíeykið töfraði mig upp úr skónum með réttunum sem þeir göldruð fram í eldhúsi Tides. Bragðupplifunin var djörf og nýstárleg, allir réttirnir komu á óvart og voru fremur frumlegir í framsetningu og undir alþjóðlegum áhrifum og ekki síður áhrifum frá norður Argentínu eða heimahögum Rodriguez.

Nýir bragðheimar

Það má með sanni segja að Rodriguez hafi tekist vel til að vinna með íslenska hráefnið og kynna nýja bragðheima þar sem hann fléttar saman sínum hefðum við íslenskt hráefni og saman lyftu þeir félagar matargerðinni á hæsta plan.

Forsmekkurinn fyrir matgæðinga að njóta.
Forsmekkurinn fyrir matgæðinga að njóta. mbl.is/Sjöfn
mbl.is/Sjöfn

Fyrsti rétturinn sem tvíeykið bauð upp á var grilluð paprika með geitaosta- og furuhnetukremi, argentínskum ansjósum og lauksoði. Þessar ansjósur sem í boði voru eru þær bestu sem ég hef smakkað og það er hreinlega ógjörningur að lýsa þessu Umami bragði sem þær buðu upp á, ljúffengar og bragðmiklar. Stórkostlegur réttur sem ég gleymi seint.

Síðan bar tvíeykið fram aukarétt, linsoðið egg með kavíar borið fram í brotnu eggi. Útfærsla réttarins fangaði bæði augu og munn og kavíarinn bráðnaði í munni.

Framúrskarandi framsetning á rétti.
Framúrskarandi framsetning á rétti. mbl.is/Sjöfn

Næsti réttur bar heitið humita með pimertón paprikudufti og vorlaukssósu. Frumlegur og nýstárlegur réttur sem á sér fáa líka.

Lostæti að njóta.
Lostæti að njóta. mbl.is/Sjöfn

Fjórði forrétturinn var flatbrauð með salame frá Córdoba, ljúffengt og gott undir tönn að njóta.

Flatbrauð með salame frá Córdoba er ótrúlega gott kombó.
Flatbrauð með salame frá Córdoba er ótrúlega gott kombó. mbl.is/Sjöfn

Aðalrétturinn var íslenskur lambahryggur, kolagrillaður undir argentínskum áhrifum að hætti gestakokksins. Lambahryggurinn var borinn fram með unaðslega góðri chimichurri sósu, eggaldin og kaffi. Dásamleg bragðupplifun sem lætur engan matgæðing ósnortinn.

Kolagrillaði lambahryggurinn var fallega framreiddur.
Kolagrillaði lambahryggurinn var fallega framreiddur. mbl.is/Sjöfn
Chimichurri sósan var einstaklega góð.
Chimichurri sósan var einstaklega góð. mbl.is/Sjöfn

Eftirréttirnir voru fullkomnir til þess að njóta eftir þessa sælkeramáltíð. Það var annars vegar ristað grasker borið fram með steinselju og valhnetum og hins vegar skyr sorbet með villtum íslenskum berjum og heyolíu. Skyr sorbet var skreytt með íslensku heyi sem kom ótrúlega vel út og afar skemmtileg framsetning.

Fegurð í skál.
Fegurð í skál. mbl.is/Sjöfn
Skyr sorbet með villtum íslenskum berjum og heyolíu og diskurinn …
Skyr sorbet með villtum íslenskum berjum og heyolíu og diskurinn skreyttur með heyi. mbl.is/Sjöfn

Þetta var eins og áður sagði, stórkostleg matarupplifun sem töfraði mig upp úr skónum, og kom öllum skilningarvitunum á flug. Listrænir hæfileikar kokkana skinu í gegn og djörf samsetning hráefnna og bragða slógu rækilega í gegn.

Tides hefur fengið Michelin ummæli tvö ár í röð og Michelin stjarnan er án efa á leiðinni, það er deginum ljósara.

Flottir saman tvíeyikið.
Flottir saman tvíeyikið. mbl.is/Sjöfn
Í eldhúsinu gerast töfrarnir.
Í eldhúsinu gerast töfrarnir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka