Þessar bleiku kræsingar slógu í gegn í fyrra

Bleiki dagurinn nálgast og þá er um að gera að …
Bleiki dagurinn nálgast og þá er um að gera að koma hugmyndarfluginu af stað og hugsa hvaða bleiku kræsingar þið getið boðið upp á með kaffinu. Samsett mynd

Í tilefni þess að Bleiki dag­ur­inn er framundan miðvikudaginn 23. októ­ber næst­kom­andi er lag að birta nokkrar uppskriftir þar sem bleiki liturinn er í forgrunni. En á Bleika deginum hvetur Krabba­meins­fé­lagið lands­menn til að vera í bleika gírnum, bera bleiku slauf­una, klæðast bleiku og lýsa skamm­degið upp í bleik­um ljóma, bjóða upp á bleik­ar kræs­ing­ar og halda bleik kaffi­boð svo fátt sé nefnt.

Þetta er hvatn­ing til allra svo að all­ar kon­ur sem greinst hafa með krabba­mein finni fyr­ir stuðningi lands­manna og sam­stöðu.

Bleiki liturinn í forgrunni

Fleiri girnilegar uppskriftir eiga eftir að birtast á næstu dögum á Matarvefnum þar sem bleiki liturinn verður í forgrunni.

Hér eru fjórar sem voru vinsælar á síðasta ári. Hér er á ferðinni bleik vanillikaka, bleikur draumur í glasi, bleikar marensskálar og bleikir kleinuhringir sem kalla á þig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert