Sætur og svalandi appelsínumojito án alkóhóls

Áfengislaus appelsínumojito er frískandi og svalandi drykkur sem bæði börn …
Áfengislaus appelsínumojito er frískandi og svalandi drykkur sem bæði börn og fullorðnir elska. Unsplash/Chris Curry

Svo virðist vera sem sífellt fjölgi í hópi þeirra sem kjósa að vera partur af „núll prósent menningunni“.

Hins vegar er algerlega tilefnislaust að fólk sem kýs að vera allsgáð skrælni upp í gleðskap þar sem boðið er upp á ljúfar veigar. 

Skál í boðinu!
Skál í boðinu! Unsplash/Rhianon Lassila

Þessi spari-mojito er alger snilld fyrir þá sem vilja taka þátt í gleðskapnum og vera með fallegt glas við hönd.

Drykkurinn er ekki bara sætur og svalandi heldur er hann í senn alveg einstaklega girnilegur og auðvitað án alls áfengis.

Fyrir þær sakir hentar drykkurinn einnig vel sem helgardrykkur fyrir unga jafnt sem aldna sem langar til að lyfta sér aðeins upp og brjóta upp hið hversdagslega mynstur. 

Appelsínumojito 

  • 1 stk appelsína
  • 1 msk appelsínuþykkni
  • 10 ml vatn
  • Ísmolar
  • Sprite
  • Mintulauf

Aðferð: 

  1. Skerið appelsínuna í tvennt og kreistið hvorn helminginn fyrir sig ofan í fallegt glas.
  2. Blandið appelsínuþykkni við vatn og hellið ofan í glasið með ferska appelsínusafanum.
  3. Rífið niður mintulauf og setjið í glasið ásamt ísmolum.
  4. Fyllið upp í glasið með Sprite-inu.
  5. Skreytið með appelsínu og mintu eftir smekk.
  6. Hrærið upp í drykknum með sogröri og njótið ferskleikans.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka