Bleikar slaufur, geirvörtur og expressokaffi að hætti Hildar

Hildur Gunnlaugsdóttir lífs­k­únstner ætlar að bjóða upp á bleikar slaufukökur …
Hildur Gunnlaugsdóttir lífs­k­únstner ætlar að bjóða upp á bleikar slaufukökur og lítil bleik brjóst úr Rice Krispies í tilefni Bleika dagsins. Síðan verður hún líka með bleikan expresso mbl.is/Karítas

Hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir arki­tekt og lífs­k­únstner er sniðugri en flest­ir þegar kemur að hönn­un, skreytingum og bakstri svo fátt sé nefnt.

Hún ætlar að halda upp á Bleika daginn sem framundan er miðvikudaginn 23. október næstkomandi og bjóða upp á bleikar kræsingar enda elskar hún allt sem er bleikt. Bleiki liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Hildi og hún getur töfrað fram ótrúlegustu hluti í bleiku.

Sjáið hvað slaufurnar úr bleiku nammilengjunum koma vel út. Bleika …
Sjáið hvað slaufurnar úr bleiku nammilengjunum koma vel út. Bleika stellið hennar Hildar passar vel fyrir kræsingarnar. mbl.is/Karítas

„Ég kaupi alltaf bleiku slaufuna enda er málefnið svo mikilvægt og stendur nærri okkur öllum, öll þekkjum við konur sem barist hafa við krabbamein og mér finnst mikilvægt að heiðra hugrekki þeirra á Bleika deginum - já og bara alltaf,“ segir Hildur.

Leyndardómurinn felst í skrautinu

Þegar kemur að því að töfrar fram bleikar kræsingar í tilefni Bleika dagsins er Hildur sniðugri en flestir og segir að maður þurfi ekki að vera góður bakari til að galdra fram bleikar kökur. Leyndardómurinn felist í skrautinu.

Slaufukökurnar eru mikið augankonfekt.
Slaufukökurnar eru mikið augankonfekt. mbl.is/Karítas

„Ég kann svo lítið að baka að ég redda mér oft með skrautinu, en ég gerði það einmitt núna. Ég gerði einfaldar Rice Krispies kökur ásamt systur minni sem er öllu klárari en ég í eldhúsinu. Kökurnar eru gerðar úr sykurpúðum, smjöri og Rice Krispies með bleikum matarlit,“ segir Hildur með bros á vör.

Kökuskraut fyrir geirvörtur

„Stelpurnar mínar elska svona nammi lengjur og ég stal laugardagsnamminu þeirra og bjó til slaufur úr þeim og festi þær á Rice Krispies kökurnar. Ég setti síðan afganginn í kúluklakaform til þess að búa til lítil brjóst, svo notaði ég kökuskraut fyrir geirvörtur.

Falleg Rice Krispies brjóstin hennar Hildar.
Falleg Rice Krispies brjóstin hennar Hildar. mbl.is/Karítas

Síðan gerði ég bleikt kaffi. En kaffið gerði ég með góðu espressokaffi  og fyllti glasið með klökum og blandaði bleikum matarlit úr í vegan rjóma sem ég hellti yfir, rjóminn er svolítið sætur á bragðið þannig að þetta verður svolítið eins og góð köld froða,“ segir Hildur og bætir við að það sé gaman að fara alla leið með bleika litinn.

Bleiki liturinn og bleika slaufan eru allsráðandi hjá Hildi. Takið …
Bleiki liturinn og bleika slaufan eru allsráðandi hjá Hildi. Takið eftir kaffibollanum. mbl.is/Karítas

„Svo fannst mér sætt að hnýta saman servíetturnar með slaufum utan um gaflana til þess að vera í slaufu þemanu.“

Bleiki rjóminn er syndsamlega girnilegur
Bleiki rjóminn er syndsamlega girnilegur mbl.is/Karítas

Bleikar slaufukökur og lítil brjóst

  • 6 msk. smjör
  • 1 poki af sykurpúðum (280 g)
  • 5 bollar Rice Krispies
  • Bleikur matarlitur eftir smekk

Til skrauts:

  • Bleikar nammilengjur
  • Kökuskraut eftir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið saman sykurpúða og smjör í potti.
  2. Bætið örlitlum bleikum matarlit út í.
  3. Þegar þetta er brætt saman, bætið þá við Rice Kripies og blandið saman með sleif.
  4. Setjið síðan blönduna í skúffukökuform til að móta kökurnar fyrir bleiku slaufurnar.
  5. Takið smá af blöndunni og setjið í kúluklakaform þannig að úr verði eins og lítil brjóst.
  6. Setjið í kæli í 2-3 klukkustundir.
  7. Takið út og skerið Rice Kristpies kökuna í ferkantaða bita líkt og Hildur gerir hér.
  8. Skreytið með því að móta slaufur úr nammilengjunum.
  9. Takið síðan Rice Krispies kökurnar úr klakaforminu og hvolfið á disk og skreytið í efst í miðjunni með kökuskrauti þannig að kúlurnar líti út eins og lítil brjóst líkt og sjá má á myndinni.
  10. Berið fram á dekkað bleikt form ef vill.
Hildur er sniðugri en flestir að leika sé með litaþema.
Hildur er sniðugri en flestir að leika sé með litaþema. mbl.is/Karítas
Hildur toppar síðan kaffið sitt með bleikum glimmeri.
Hildur toppar síðan kaffið sitt með bleikum glimmeri. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert