Glútenlausar vöfflur sem eiga eftir að slá í gegn

Anna Guðný Torfadóttir kann að gera mjög góðar glútenlausar vöfflur.
Anna Guðný Torfadóttir kann að gera mjög góðar glútenlausar vöfflur. Samsett mynd

Þessar vöfflur eiga eftir að slá í gegn, þær eru bæði glútenlausar og ómótstæðilega bragðgóðar. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Anna Guðný Torfa­dótt­ir hjá Heilsu og vellíðan. Þegar hún gerir þessar vöfflur finnst henni allra best að bera þær fram með hnetusmjöri og frosnum, lífrænum hindberjum.

Hún deildi upp­skrift­inni ásamt aðferðinni með fylgj­end­um sín­um á dög­un­um á Instagram-síðu sinni hér.

Glútenlausar vöfflur

  • 5 dl haframjöl
  • 6 dl vatn
  • 4-6 döðlur
  • 4 msk. chiafræ
  • 2 bananar
  • 3 msk. kókosolía, bráðin
  • 2 tsk. kanill
  • Gróft salt

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin saman í blandara og blandið mjög vel saman, þar til deigið verður alveg silkimjúkt.
  2. Setjið smá kókosolíu á járnið og dreifið henni.
  3. Gerið það fyrir hverja vöfflu svo þær festist ekki við.
  4. Berið síðan vöfflurnar fram með því sem hugurinn girnist og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert