Uppskeruhátíð kokteilsins á Íslandi stækkar

Jacek Rudecki, Bruno Falcao, Grétar Matthíasson, Árni Gunnarsson og Reginn …
Jacek Rudecki, Bruno Falcao, Grétar Matthíasson, Árni Gunnarsson og Reginn Galdur Árnason á síðustu hátíð. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

Reykjavík Cocktail Weekend verður að Reykjavík Cocktail Week í fyrsta skiptið árið 2025. Stærsta kokteilahátíð landsins er að verða en stærri en verið hefur. Hátíðin verður haldin 31. mars til 6. apríl næstkomandi og bætast þannig tveir dagar við þessa uppskeruhátíð kokteilsins á Íslandi, að því segir í tilkynningu frá Barþjónaklúbbi Íslands.

Grétar Matthíasson að keppa í úrslitum á Íslandsmeistaramóti Barþjóna á …
Grétar Matthíasson að keppa í úrslitum á Íslandsmeistaramóti Barþjóna á þessu ári. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

Efla barmenningu í borginni

Hátíðin var fyrst haldin árið 2014 og var markmiðið með henni að fá alla helstu bari, veitingahús og vínbirgja Reykjavíkur til þess að vinna saman að því að efla barmenningu í borginni. Aðalviðburður hátíðarinnar, Reykjavík Cocktail Week Expo, verður á sínum stað í Hörpu, tónlistarhúsi og aðalkennileiti Reykjavíkurborgar, miðvikudaginn 2. apríl næstkomandi þar sem Íslandsmeistaramót Barþjóna fer einnig fram.

Motiejus Bubelis, Ragnar Erluson og Bjartur Dalberg Jóhannsson á síðustu …
Motiejus Bubelis, Ragnar Erluson og Bjartur Dalberg Jóhannsson á síðustu keppni. Einnig glittir í dómarann Guðmund Sigtryggsson. Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson

Áhugasamir geta fylgst með á Instagram og Facebook reikningi Barþjónaklúbbsins. Einnig munu allar upplýsingar varðandi hátíðina birtast hér þegar nær dregur.

Daníel Oddsson, Kristján Högni Kristjánsson, Sævar Helgi Örnólfsson, Alexander Skjóldal …
Daníel Oddsson, Kristján Högni Kristjánsson, Sævar Helgi Örnólfsson, Alexander Skjóldal og Hrafnkell Ingi Gissurarson blanda kokteila. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka