Töfruðu fram bleikt nostalgíu kaffiborð

Önnurnar töfruðu fram þetta fallega, bleika nostalgíu kaffiborð í tilefni …
Önnurnar töfruðu fram þetta fallega, bleika nostalgíu kaffiborð í tilefni Bleika dagsins. Samsett mynd

Nöfnurnar Anna Berglind Júlísdóttir og Anna Lísa Rasmussena hafa óbilandi áhuga á hönnun og skreytingum þegar kemur að heimilinu. Í tilefni Bleika dagsins lögðu þær á bleikt, nostalgíu, kaffiborð og notuðu stell og fleiri gersemar frá ömmum sínum. Einnig bökuðu þær bleika slaufuköku og höfðu bleika litinn í forgrunni í borðskreytingunum.

Nöfnurnar Anna Berglind Júlísdóttir og Anna Lísa Rasmussena hafa óbilandi …
Nöfnurnar Anna Berglind Júlísdóttir og Anna Lísa Rasmussena hafa óbilandi áhuga á hönnun og skreytingum. Ljósmynd/Aðsend

Þær stöllur halda úti síðunni Skreytum borð á Instagram þar sem má sjá skreytt borð fyrir allskyns tilefni.

Gömul bollastell og gamlar fermingarservíettur prýða bleika kaffiborðið.
Gömul bollastell og gamlar fermingarservíettur prýða bleika kaffiborðið. Ljósmynd/Anna Lísa

„Við sýnum líka mikið frá okkar heimilum sem eru mjög ólík, þar sem við erum að skreyta hillur, sófaborð og margt fleira. Einnig förum við á búðarrölt, tökum myndir og sínum frá því nýjasta úr okkar uppáhaldsverslunum. Við gerum okkar besta til hafa síðuna fjölbreytta og skemmtilega, sínum frá margskonar föndri, en okkur skortir ekki hugmyndaflug eins og til dæmis að breyta og bæta ýmsa hluti sem til falla.“

Gyðja með bleika slaufu

Þegar bleikur október rann upp fóru þær á stúfana til að finna hluti til að skreyta með og hlúa að bleika litnum.

„Okkur þykir sérstaklega gaman að leggja fallega á borð og oftar en ekki verður fyrir valinu skraut og jafnvel gamlir fallegir munir frá forfeðrum okkar. Á þetta borð notuðum við gersemar frá ömmum okkar sem hæfir vel þessu tilefni þ.e.a.s. góðu boði. Við notumst aðallega við það sem við áttum heima fyrir eða keyptum á nytjamörkuðum eins og til að mynda gyðjustyttuna. Okkur langaði til að lyfta henni upp á stall og þar sem ekki var til hvítur standur brugðum við á það ráð að nota skál og kökudisk. Við kræktum Bleiku slaufunni á hálsfestina sem gyðjan ber en okkur fannst það eiga vel við,“ segir Anna Berglind.

Forláta gyðjan ber hálsfesti með Bleiku slaufunni.
Forláta gyðjan ber hálsfesti með Bleiku slaufunni. Ljósmynd/Anna Lísa

Gott að nýta það sem til er

„Servíetturnar átti önnur okkar sem var afgangur úr fermingarveislu sem haldin var fyrir nokkrum árum. Það er alltaf gott að geta nýtt það sem til er. Við fórum á nytjamarkað og duttum niður á falleg glös á fæti, kælifötu og karöflu sem kostaði okkur einungis  tvö þúsund krónur.

Stöllurnar bökuðu bleika slaufu og skreyttu með glassúr.
Stöllurnar bökuðu bleika slaufu og skreyttu með glassúr. Ljósmynd/Anna Lísa

Kökuna bökuðum við úr hráefni frá Betty Crocker, en við notuðum tæpa tvo pakka og gátu nýtt restina í múffur. Við teiknuðum slaufuna á bökunarpappír, klipptum hana út, lögðum síðan úrklippuna á kökuna og skárum hana eftir henni. Glassúrið ofan á kökunni er gerður úr flórsykri, heitu vatni og litað bleikt með Ribena trönuberjaþykkni. Við bundum síðan slaufur úr bleikum borðum bæði í skraut á kökuna og eins til að lífga upp á borðið.

Bleikar rósir eru líka í forgrunni.
Bleikar rósir eru líka í forgrunni. Ljósmynd/Anna Lísa

Allt er þetta ofur einfalt og án mikillar fyrirhafnar en það finnst okkur alltaf kostur og ætti því fólk sem hefur ekki mikinn tíma í að nostra við svona hluti að geta nýtt sér þessar hugmyndir,“ segir Anna Lísa með bros á vör.

„Við tökum báðar þátt í að minna á þennan dag en á okkar vinnustöðum klæðast allir bleiku í tilefni dagsins. Einnig fær bleikt skraut að njóta sín út allan októbermánuð sem er tileinkaður öllum konum sem hafa fengið krabbamein sem hefur tekið svo mikið frá mörgum,“ segir þær stöllur saman í kór.

Gaman er að skoða myndirnar og sjá þessu frumlegu og einföldu hugmyndir. Á myndunum má fá innblástur fyrir skreytingar af ýmsu tagi.

Hér má Instagramsíðu þeirra og útkomuna á bleika nostalgíu kaffiborðinu.

Bleikt skal það vera.
Bleikt skal það vera. Ljósmynd/Anna Lísa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert