Guðdómleg morgunverðarskál með jarðarberjum og engifer

Þessi töfrandi með jarðarberjum og engifer er fullkomin til að …
Þessi töfrandi með jarðarberjum og engifer er fullkomin til að hefja daginn á. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir, alla jafna kölluð Jana, heil­su­markþjálfi og ástríðukokk­ur elskar að leika sér í eld­hús­inu og út­búa ljúffenga morgunverði sem næra líkama og sál. Þessa dásamlegu morgunverðarskál töfraði hún fram á dögunum og auðvitað var bleiki liturinn í forgrunni.

Bleikur október í þágu Krabbameinsfélagsins er öllum hugleikinn þessa dagana og gefur innblástur í bleika kræsingar sem ljúft er fyrir alla að njóta.

Þetta er ofur holl skál sem auðvelt er að gera á skömmum tíma og gott að njóta. Sjáið handbragð Jönu hér fyrir neðan.

Jarðarberja- og engifer morgunverðarskál

  • 1,5 bolli frosin jarðarber
  • 1 bolli frosið blómkál
  • 1 bolli jarðarber og vanillu grísk jógúrt (má nota hvað jógúrt eða skyr sem hugurinn girnist)
  • 1 tsk. límónusafi
  • 3 steinlausar döðlur
  • Vænn bútur af fersku engifer
  • 1/4 bolli vatn
  • Nokkrir klakar eftir smekk

Valfrjálst:

  • 1 msk. kollagen duft
  • 1 msk. prótein duft

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í góðan blandara og blandið vel saman.
  2. Hellið í skál og skreytið með einhverju bleiku og gómsætu og berið fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert