Hildur gerði spaghetti grasker með ostasósu

Girnilegt þetta fyllta grasker og guli liturinn lokkandi. Er þetta …
Girnilegt þetta fyllta grasker og guli liturinn lokkandi. Er þetta ekki hinn fullkomni hrekkjavökuréttur? Ljósmynd/Hildur Ómars

Hrekkja­vak­an er hand­an við hornið en hún er fimmtu­dag­inn 31. októ­ber næst­kom­andi. Þá er gam­an að vera með grasker, hvort sem það er til að borða eða skreyta heim­ilið.

Hild­ur Ómars ástríðukokk­ur veit að þá er hægt að fá alls kon­ar grasker í mat­vöru­versl­un­um lands­ins og út­búa úr þeim góðgæti. Ein teg­und af grasker­um heill­ar hana meira en aðrar en það er spaghetti grasker eða spaghetti squash. Hún elsk­ar að mat­reiða þetta grasker og fyll­ir það með veg­an ostasósu og meiri kræs­ing­um.

„Spaghetti grasker eru þráðótt að inn­an sem gef­ur því skemmti­lega áferð sem minn­ir á spaghetti þó bragðið sé held­ur ólíkt. Graskerið minn­ir nokkuð á kúr­bít á bragði en er kannski ögn sæt­ara,“ seg­ir Hild­ur.

Hún bakaði spaghetti grasker með veg­an ostasósu gerða úr kart­öfl­um, gul­rót­um, kasjúhnet­um og krydd­um.

Upp­skrift­in miðast við 1 grasker sem pass­ar ágæt­lega fyr­ir tvo en upp­skrift­in af sós­unni eru nokkuð ríf­leg og upp­lagt er að nota hana sem ídýfu, til að mynda fyr­ir gul­ræt­ur.

Sjáið hand­bragð Hild­ar.

Hildur gerði spaghetti grasker með ostasósu

Vista Prenta

Spaghetti grasker með veg­an ostasósu

  • 1 spaghetti squash
  • ólífu­olía
  • salt

Aðferð:

  1. Byrjið á að stilla ofn­inn á 200°C hita.
  2. Leggið kasjúhnet­urn­ar í bleyti í heitt vatn þar til þið út­búið sós­una (10 mín­út­ur að lág­marki).
  3. Þegar ofn­inn er orðinn heit­ur setjið þá graskerið heilt inn í ofn í 10 mín­út­ur.
  4. Takið graskerið út úr ofn­in­um eft­ir 10 mín­út­ur og skerið í tvo helm­inga, komið því fyr­ir í eld­föstu móti eða á ofn­plötu með innri hlut­ann upp.
  5. Skafið stein­ana burt og skvettið smá ólífu­olíu og salti út á graskers­helm­ing­ana, ekki mikið, og bakið í 30 mín­út­ur í viðbót á 200°C hita.
  6. Þegar graskerið hef­ur bak­ast er ágætt að nota gaffal og losa um graskers­mass­ann.
  7. Þá má hella ostasós­unni (sjá upp­skrift fyr­ir neðan) yfir og toppa með smátt skorn­um graslauk, sítr­ónusafa og auka salti eft­ir smekk.
  8. Berið fram með sal­ati að eig­in vali.

Veg­an ostasósa

  • Nokk­ar gul­ræt­ur (2 hand­fylli af skorn­um gul­rót­um)
  • 1 stór bök­un­ar­kartafla
  • 2 dl kasjúhnet­ur
  • 1 dl plönt­umjólk
  • 1 1/​2 msk. nær­ing­ar­ger
  • safi úr 1/​2 sítr­ónu
  • 1 tsk. lauk­duft
  • 1-2 hvít­lauksrif (val­frjálst)
  • 1 tsk. salt
  • 1/​4 tsk. túr­merik­duft (val­frjálst, gef­ur bara gul­ari lit)

Ofan á

  • Graslauk­ur eft­ir smekk
  • Salti og sítr­ónusafi eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Útbúið sós­una með því að  kart­öfl­una, skera hana ásamt gul­rót­un­um og koma fyr­ir í potti.
  2. Hild­ur kýs að gufu­sjóða það en það er val­frjálst.
  3. Sjóðið eða gufu­sjóðið þar til orðið mjúkt.
  4. Setjið kart­öfl­una og gul­ræt­urn­ar ásamt blaut­lögðum kasjúhnet­um og rest­inni af sósu­hrá­efn­inu í bland­ara og blandið þar til bland­an verður silkimjúk.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert