Leifur býður upp á eftirsóttasta hráefni í heimi

Á hverju ári setur Leifur Kolbeinsson hjá La Primavera saman …
Á hverju ári setur Leifur Kolbeinsson hjá La Primavera saman nýjan Hvíttrufflumatseðil og ríkir mikil eftirvænting á meðal matgæðinga að njóta hans. Samsett mynd

Hin ár­lega Hvíttrufflu­hátíð La Prima­vera í Mars­hall húsi og Hörpu verður hald­in dag­ana 31. októ­ber til 2. nóv­em­ber næst­kom­andi með pomp og prakt. Leif­ur Kol­beins­son hef­ur verið svo hepp­inn að getað nálg­ast þess­ar dýr­mætu dem­anta, hvítu truffl­urn­ar, og boðið viðskipta­vin­um sín­um upp á.

Leif á La Prima­vera þarf ekki að kynna fyr­ir Íslend­ing­um enda hef­ur hann í hátt í þrjá ára­tugi auðgað ís­lenska mat­reiðslu með ástríðu sinni fyr­ir Norður-ít­alskri mat­ar­gerð. Sum­ir mat­gæðing­ar ganga svo langt að segja að Leif­ur hafi komið með Ítal­íu til Íslands. Enda hef­ur veit­ingastaður Leifs, La Prima­vera, frá upp­hafi sam­einað ís­lensk hrá­efni og ít­alska mat­ar­hefð með góm­sæt­um afrakstri.

Eitt af furðuverk­um nátt­úr­unn­ar

Haustið er upp­á­halds­árstíð Leifs, og ekki að ástæðulausu, en þá er upp­skerutíð hinn­ar mar­grómuðu hvítu trufflu á Ítal­íu.

„Hvíta truffl­an er eitt af furðuverk­um nátt­úr­unn­ar og á sama tíma eitt eft­ir­sótt­asta hrá­efni í heimi. Það er alls ekki sjálf­gefið að kom­ast yfir þetta hrá­efni en sök­um vin­skap­ar við þá feðga Claudio og Marco Sa­vini hjá Sa­vit­ar, þá hef ég verið svo hepp­inn að fá að kaupa tak­markað magn af hvítri trufflu und­an­far­in ár sem ég hef svo getað boðið mín­um viðskipta­vin­um á La Prima­vera,“ seg­ir Leif­ur.

Marco Savini hjá Savitar trufflufyrirtækinu þar sem Leifur kaupir demantana, …
Marco Sa­vini hjá Sa­vit­ar trufflu­fyr­ir­tæk­inu þar sem Leif­ur kaup­ir dem­ant­ana, hvíttruffl­urn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Á hverju ári set­ur Leif­ur sam­an nýj­an Hvíttrufflu­mat­seðil og rík­ir mik­il eft­ir­vænt­ing á meðal mat­gæðinga hvernig hann er sam­sett­ur hverju sinni.

„Ég er afar ánægður með seðil­inn í ár, rétt­irn­ir eru vald­ir með það í huga að hvíta truffl­an par­ist vel bragðlega séð og fái að njóta sín og vera stjarn­an í rétt­un­um,“ seg­ir Leif­ur jafn­framt.

Á Hvíttrufflu­mat­seðlin­um í ár má meðal annarra rétta finna Par­mes­an súpu, nautatart­ar, eggja taj­ar­in og steikt­ar rauðsprettu­vefj­ur. Mat­ar­gest­ir fá svo hvítu truffl­una þunnt sneidda yfir rétt­ina eft­ir vigt og markaðsverði.

Stór og vegleg hvíttruffla.
Stór og veg­leg hvíttruffla. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvíti dem­ant­ur­inn frá Ítal­íu

Mold, jarðveg­ur, svepp­ur, ost­ur, málm­ur. Him­nesk. Þeir sem bragða hvíta trufflu nota ýmis orð til að lýsa bragðinu af þessu fram­andi hrá­efni. Enda er hvíta truffl­an, Tuber magnatum á frum­mál­inu, engu lík og eitt dýr­asta hrá­efni heims. Eitt af því sem skap­ar dulúðina og eft­ir­spurn­ina er sú staðreynd að upp­sker­an er afar tak­mörkuð og mis­mik­il frá ári til árs. Ómögu­legt er að spá um magnið sem jörðin gef­ur af sér og því rík­ir gríðarleg eft­ir­vænt­ing þegar trufflu­leit­ar­menn leggja af stað með sína sérþjálfuðu hunda á hausti hverju til að grafa eft­ir þessu fá­gæta ljúf­meti. Upp­skeru­tím­inn er frá miðjum októ­ber og fram í enda des­em­ber og finnst hún yf­ir­leitt nokkra senti­metra und­ir yf­ir­borði jarðvegs í kring­um ræt­ur stórra trjáa.

Hvíta truffl­an er oft kölluð hvíti dem­ant­ur­inn og fer í flokk með eft­ir­sótt­um hrá­efn­um á borð við kaví­ar, kampa­vín og ostr­ur. Markaðsverð hvítu truffl­unn­ar er sí­breyti­legt eft­ir upp­skeru og stærð en stærsta og jafn­framt dýr­asta truffla sem fund­ist hef­ur vó um 1,3 kg. og var seld fyr­ir litl­ar 42 millj­ón­ir ís­lenskra króna árið 2007.

Augnakonfekt að njóta og ómótstæðilega að snæða.
Augna­kon­fekt að njóta og ómót­stæðilega að snæða. Ljós­mynd/​Aðsend

Tak­markað magn af truffl­um

„Við hvetj­um okk­ar viðskipta­vini til að tryggja sér borð á Hvíttrufflu­hátíðinni sem fyrst, enda er um mjög tak­markað magn af trufflu að ræða. Ég hlakka mikið til að taka á móti gest­um og lofa ein­stakri bragðupp­lif­un,“  seg­ir Leif­ur að lok­um.

Hvíttrufflu­hátíðin er hald­in á báðum stöðum La Prima­vera, í Mars­hall­hús­inu á Granda og á 4. hæð Hörpu tón­list­ar­húss. Fyr­ir áhuga­sama er hægt að panta borð hér.

Truffluveisla!
Trufflu­veisla! Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert