Oche þróar lauflétt pítsadeig

Davíð Lúther Sigurðarson framkvæmdastjóri Oche Reykjavík segir þá hafa unnið …
Davíð Lúther Sigurðarson framkvæmdastjóri Oche Reykjavík segir þá hafa unnið hörðum höndum að þróa einstakt og lauflétt pítsadeig. Samsett mynd

Veitinga- og afþreyingarstaðurinn Oche Reykjavík sem er staðsettur á 3. hæð Kringlunnar býður meðal annars upp á pítsur á matseðlinum sem eru heimagerðar með aðstoð ítalskra pítsubakara. Pítsurnar hafa fallið vel í kramið hjá gestum staðarins.

„Síðustu sex mánuði höfum við unnið hörðum höndum að því að þróa einstakt og lauflétt pítsadeig,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri Oche Reykjavík.

Dúnmjúk en jafnframt stökk pítsa

„Tegundin af deiginu sem við notum kallast biga og er heimatilbúið, útbúið með tvöföldu gerjunarferli. Hveitið í pítsunum er ítölsk hágæðavara, sérstaklega búið til fyrir lengri gerjun en með því að láta deigið hefast tvisvar halda allir upprunalegu kostir hveitisins sér eftir bakstur. Við gerjunina myndast koltvísýringur og nokkurs konar net úr glúteni sem gerir deigið mun teygjanlegra en önnur. Útkoman er dúnmjúk pítsa að innan en jafnframt stökk pítsa sem við eldbökum til fullkomnunar," segir Davíð Lúther og bætir við að pítsurnar hafi fengið góðar viðtökur gesta staðarins.

Pítsurnar á Oche Reykjavík.
Pítsurnar á Oche Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

„Síðustu vikur höfum við fengið mikið hrós frá okkar gestum og erum við greinilega búin að ná markmiði okkar með aðstoð ítalskra pítsubakara,“ segir Davíð Lúther ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka