Hrikalegir hrekkjavökukleinurhringir með draugum

Hrikalegir og draugalegir kleinuhringir.
Hrikalegir og draugalegir kleinuhringir. Ljósmynd/Valla Gröndal

Hrekkja­vak­an er á næsta leyti og þá er svo gam­an að baka eitt­hvað sér­lega hrylli­legt um helg­ina og gera úr því skemmti­lega fjöl­skyldu­sam­veru­stund.

Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, ástríðubak­ari og mat­ar­blogg­ari gerði þessa lit­ríku og frum­legu kleinu­hringi í hrekkju­vöku­bún­ing sem upp­lagt er að prófa.

Það er auðveld­ara að steikja kleinu­hringi en marg­ir halda en auðvitað þarf að vara sig á heitri ol­í­unni og gefa sér næg­an tíma. Valla er stór­sniðug þegar kem­ur að nota hrá­efni í verkið en hún notaði mat­ar­lit­ina frá Dr. Oet­ker í glassúr­inn en þeir eru ótrú­lega lit­sterk­ir og koma vel út eins og sjá má í mynd­band­inu á In­sta­gramsíðu henn­ar.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Valla Grön­dal (@valla­grondal)

Hrikalegir hrekkjavökukleinurhringir með draugum

Vista Prenta

Hrekkja­vökukleinu­hring­ir með draug­um

Klein­ur­hring­ir

  • 4 boll­ar hveiti
  • ¼ bolli syk­ur
  • ½ tsk. salt
  • 2 ¼ tsk. þurr­ger
  • 140 g smjör
  • 280 ml nýmjólk
  • 2 stór egg við stofu­hita
  • 2-3 kubb­ar Palmín­feiti

Aðferð:

  1. Byrjið á því að út­búa draug­ana og koma þeim í ofn­inn (sjá upp­skrift fyr­ir neðan).
  2. Setjið þur­refn­in í hræri­véla­skál og hrærið aðeins sam­an með hnoðar­an­um.
  3. Bræðið smjörið í potti, bætið svo mjólk­inni út í.
  4. Hellið blönd­unni ró­lega sam­an út í þur­refn­in. Hrærið aðeins í og setjið síðan egg­in sam­an við.
  5. Látið hræri­vél­ina hnoða deigið í 5 mín­út­ur á ró­leg­um hraða.
  6. Takið deigið úr skál­inni og mótið í kúlu.
  7. Spreyið skál­ina að inn­an með ol­íu­spreyi og setjið deigið aft­ur í skál­ina.
  8. Spreyið aðeins yfir yf­ir­borðið á deig­inu og hyljið með plast­filmu.
  9. Látið deigið hef­ast á borði í 90 mín­út­ur.
  10. Klippið út fern­inga úr bök­un­ar­papp­ír, nægi­lega stóra til þess að kleinu­hring­ur passi á hann eða um það bil 10cmx10cm.
  11. Rúllið út deigið með köku­kefli þar til það er um hálf­ur senti­metri að þykkt.
  12. Skerið út kleinu­hringi með kleinu­hringja­járni eða ein­hverju kringl­óttu formi.
  13. Skerið minni hring inn­an úr með kringl­óttu áhaldi, hægt að nota krem­stút eða tappa ef ekki vill bet­ur.
  14. Setjið hvern kleinu­hring ofan á bök­un­ar­papp­írs­bút.
  15. Leggið kleinu­hring­ina á bök­un­ar­plötu.
  16. Hitið ofn­inn í 40°C og úðið að inn­an með vatni.
  17. Setjið plöt­urn­ar með kleinu­hringj­un­um í ofn­inn og hefið í 40 mín­út­ur.
  18. Setjið palmínkubb­ana í þykk­botna pott og hitið feit­ina upp í 175°C.
  19. Setjið bök­un­ar­plötu ná­lægt pott­in­um og klæðið með tvö­földu lagi af eld­húspapp­ír.
  20. Steikið kleinu­hring­ina í feit­inni og passið að halda hita­stig­inu jöfnu.
  21. Ef feit­in verður heit­ari en þetta geta hring­irn­ir brennst að utan en orðið hrá­ir inn­an í.
  22. Þegar kleinu­hring­irn­ir eru til­bún­ir veiðið þá upp úr og leggið á eld­húspapp­ír­inn. End­ur­takið þar til all­ir kleinu­hring­irn­ir eru steikt­ir.
  23. Útbúið glassúr­inn (sjá upp­skrift fyr­ir neðan) og þegar hring­irn­ir hafa kólnað að mestu dýfið þeim þá í glassúr­inn og dreifið köku­skrauti strax yfir.
  24. Það er hægt að frysta kleinu­hring­ina en þá er best að gera það án glass­úrs­ins.

Mar­ens­draug­ar

  • 1 pk. mar­ens­duft frá Dr. Oet­ker
  • 75 ml vatn
  • Dökkt súkkulaði eða svart­ur mat­ar­lit­ur frá Dr. Oet­ker
  • Syk­uraugu frá Dr. Oet­ker

Aðferð:

  1. Setjið duftið og helm­ing­inn af vatn­inu í skál og byrjið að þeyta. Setjið rest­ina af vatn­inu sam­an við og þeytið þar til mar­engs­inn mynd­ar stífa toppa.
  2. Setjið mar­ens­inn í sprautu­poka með kringl­ótt­um stút og sprautið drauga á bök­un­ar­papp­ír. Bæði er hægt að gera toppa en einnig er skemmti­legt að gera draug­ana flata.
  3. Bakið draug­ana við 100°C blást­ur í 50 mín­út­ur.

Glassúr

  • 4 boll­ar flór­syk­ur
  • Grænn, app­el­sínu­gul­ur, fjólu­blár og svart­ur mat­ar­lit­ur frá Dr. Oet­ker
  • Svart köku­skraut frá Dr. Oet­ker
  • Vatn

Aðferð:

  1. Skiptið flór­sykr­in­um í 4 skál­ar.
  2. Setjið 1-2 tsk. af hverj­um mat­ar­lit út í skál­arn­ar.
  3. Byrjið á því að setja 1 msk. af vatni út í flór­syk­ur­inn í einu.
  4. Þannig er hægt að passa að glassúr­inn verði ekki of þunn­ur.
  5. Magn af mat­ar­lit og þykkt glass­úrs­ins fer eft­ir smekk og því gef Valla ekki upp ná­kvæmt magn.
  6. Þykkt­in á glassúrn­um finnst Völlu best ef hann er á við þykkt köku­deig.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert