Eva María vill hafa þær blóðugar

Eva María Hallgrímsdóttir ástríðibakari ætlar að bjóða upp á blóðugar …
Eva María Hallgrímsdóttir ástríðibakari ætlar að bjóða upp á blóðugar og hræðilegar kræsingar á hrekkjavökunni. mbl.is/Karítas

Eva María Hall­gríms­dótt­ir eig­andi Sætra Synda er dol­fall­inn aðdá­andi hrekkja­vök­unn­ar og ætl­ar að bjóða upp á blóðugar kræs­ing­ar í ár. Hún svipt­ir hul­unni af blóðugu kræs­ing­um sín­um fyr­ir les­end­um Mat­ar­vefs­ins.

Hún er byrjuð að und­ir­búa vök­una og taka prufu­keyrslu á því sem hún ætl­ar að bjóða upp á en hrekkja­vak­an nálg­ast óðfluga en hún er framund­an fimmtu­dag­inn 31. októ­ber næst­kom­andi.

Bakst­ur og mat­ar­gerð er eitt­hvað sem Eva María lif­ir fyr­ir hvort sem það er heima eða í vinn­unni.

„Ég elska að dunda mér í eld­hús­inu að elda um kvöld­in eft­ir vinnu og um helg­ar, finnst fátt meira nota­legt en að setj­ast niður með fjöl­skyld­unni eða vin­um og borða góðan mat. Á vinnu­dög­um er ég svo að baka og að græja og gera fyr­ir fyr­ir­tækið mitt Sæt­ar Synd­ir. Mis­mun­andi verk alla daga þar, hvort sem það er að svara tölvu­pósti, búa til aug­lýs­ing­ar, baka, búa til makkarón­ur, sinna upp­vaski eða keyra út vör­ur, dag­arn­ir eru allskon­ar,“ seg­ir Eva María

Skuggalegar verur á háborðinu.
Skugga­leg­ar ver­ur á há­borðinu. mbl.is/​Karítas

Skemmti­leg hefð skap­ast í Kópa­vogi

Hrekkja­vak­an er fast­ur liður hjá Evu Maríu og þá eru bún­ar til hræðilega kræs­ing­ar.

„Við erum auðvitað með mikið af skemmti­leg­um hrekkja­vökukræs­ing­um upp í Sæt­um sem við erum á fullu að und­ir­búa. Síðan hef­ur skap­ast sú skemmti­leg hefð í Kópa­vogi að börn­um er boðið að labba í hús á hrekkja­vöku­deg­in­um á ákveðnum tíma og fá nammi. Ég tek alltaf þátt í því en hús­in sem taka þátt merkja hús­in með að setja til dæm­is grasker fyr­ir utan eða ein­hverj­ar hrekkja­vöku­skreyt­ing­ar. Son­ur minn tek­ur þátt í því að labba í hús­in með fé­lög­um sín­um og biðja um grikk eða gott,“ seg­ir Eva María.

„Ég var með alls kon­ar nammi í boði fyr­ir krakk­ana sem komu í fyrra og gerði svo góm­sæt­ar mini bolla­kök­ur til að gefa líka. Það fór nú ekki al­veg eins og það átti að gera en ég skildi bolla­kök­urn­ar eft­ir inn í for­stofu á meðan ég var að bíða eft­ir að gleðin byrjaði en lokaði ekki hurðinni inn í for­stofu al­veg nógu vel. Það fór svo að Úlfur hund­ur­inn minn komst í bolla­kök­urn­ar og át helm­ing af þeim. Hann var voða ánægður með hrekkja­vök­una í þetta skipti,“ seg­ir Eva María og hlær.

Eru mörg ár síðan þú byrjaðir að halda upp á Hrekkja­vök­una?

„Já, ég held að við höf­um byrjað í upp­hafi um leið og hrekkja­vak­an var hald­in að ein­hverju ráði hér heima. Það er bara gam­an að fara í bún­inga, gleðja börn­in og taka þátt. Síðan er hrekkja­vak­an ávallt skemmti­lega upp í Sæt­um Synd­um en þá erum við  að gera alls kon­ar ógn­væn­lega veislu­bakka, bolla­kök­ur og kök­ur í formi skrímsla og ógn­andi furðuvera.“

Aðspurð seg­ir Eva María að fjöl­skyld­an klæði sig stund­um upp í bún­inga og mæti í hrekkja­vökupartí hjá vin­um. Þá sé öllu til tjaldað.

„Ég og starfs­fólkið mitt vor­um með skemmti­legt hrekkja­vökupartí í fyrra þar sem all­ir mættu í bún­ing­um, ég ákvað að vera bollakaka, fannst það skemmti­leg nálg­un. Við erum að plana annað partí en bún­ing­ur­inn er ekki al­veg kom­inn á hreint.“

Mannætukakan ógurlega.
Mannætukakan ógur­lega. mbl.is/​Karítas

Ógeðsleg­ar puttapyls­ur og mannætu­köku

Síðan er það aðal­atriðið, hrekkja­vökukræs­ing­arn­ar. Ég ætla að vera ógeðsleg­ar puttapyls­ur, mannætu­köku, köku­skrímsli og blæðandi bolla­kök­ur með augu. Þess­ar kræs­ing­ar hljóta að slá í gegn hjá þeim sem elska allt hið ógn­væn­lega,“ seg­ir Eva María að lok­um.

Blæðandi bollakökur með augu.
Blæðandi bolla­kök­ur með augu. mbl.is/​Karítas
Ógeðslegar puttapylsur.
Ógeðsleg­ar puttapyls­ur. mbl.is(Karítas

Eva María vill hafa þær blóðugar

Vista Prenta

Köku­skrímsli

  • Smá­kök­ur að eig­in vali
  • Litl­ir syk­ur­púðar
  • Rautt súkkulaði, fæst í Hag­kaup
  • Nammiaugu og nammitenn­ur í Hag­kaup

Aðferð:

  1. Byrjið á að bræða súkkulaðið í ör­bylgju­ofni og festið svo syk­ur­púðana ofan á eina smá­köku þar til þið eruð kom­in með syk­ur­púðatenn­ur all­an hring­inn.
  2. Getið líka notað nammitenn­ur með sem fást í nammi­barn­um í Hag­kaup.
  3. Festið með súkkulaðinu smá­kök­una ofan á tenn­urn­ar.
  4. Endið svo á að setja aug­un eða tenn­ur ofan á eft­ir því hvernig skrímsli þið viljið.

Blæðandi bolla­kök­ur með augu

  • Bolla­kök­ur
  • Smjörkrem
  • Rautt súkkulaði, fæst rautt Can­dy Melts í Hag­kaup
  • Nammiaugu

Aðferð:

  1. Byrjið á að baka bolla­kök­urn­ar og leyfið þeim að kólna (sjá upp­skrift hér að neðan).
  2. Hrærið svo í hvítt vanillu­smjörkrem (sjá upp­skrift­ir hér að neðan).
  3. Það er líka hægt að kaupa kökumix og til­búið smjörkrem út í búð ef maður vill spara sér þetta skref.

Súkkulaðibolla­kök­ur

  • 190 g smjör (við stofu­hita)
  • 410 g syk­ur
  • 3 egg
  • 375 g hveiti
  • 5 msk. kakó
  • 1 ½ tsk. lyfti­duft
  • 3/​4 tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. salt
  • 3 dl mjólk
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C.
  2. Hrærið smjör og syk­ur sam­an þar til bland­an verður ljós og létt.
  3. Bætið eggj­un­um út í blönd­una, einu í einu.
  4. Blandið þur­refn­un­um sam­an og hrærið sam­an við egg­in og syk­ur­inn ásamt mjólk­inni og vanillu­drop­um.
  5. Setjið deigið í bolla­köku­form og bakið í um 16-18 mín­út­ur.

Vanillu­smjörkrem

  • 500 g smjör (við stofu­hita)
  • 500 g flór­syk­ur
  • 3 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Hrærið smjörið í hræri­vél­inni þar til mjúkt og létt.
  2. Bætið flór­sykr­in­um við í litl­um skömmt­un og hrærið vel á milli.
  3. Því næst eru vanillu­drop­arn­ir sett­ir sam­an við og kremið hrært þar til það létt og ljóst, í um það bil 3 mín­út­ur.
  4. Setjið kremið í sprautu­poka með stór­um opn­um stjörnu­stút eða fal­leg­um opn­um stút.
  5. Sprautið krem­inu á hverja köku með því að byrja í miðjunni og snúið í hring.
  6. Svo þegar bolla­kök­urn­ar eru bún­ar að kólna sprautið þið smjörkremi upp í hring, bræðið rautt Can­dy melts og sprautið ofan á kremið, passa að hafa súkkulaðið ekki  heitt, og svo er eitt auga sett ofan á „blóðið“.

Ógeðsleg­ar puttapyls­ur

  • Pyls­ur
  • Pylsu­brauð
  • Tóm­atsósa

Aðferð:

  1. Mjög ein­föld en skemmti­leg hug­mynd en þið skerið út eins og fing­ur á pyls­una með litl­um beitt­um hníf og setjið svo tóm­atsósu ofan í brauðið og pyls­una ofan á svo þetta lít­ur út eins og blæðandi puttapyls­ur.

Mannætukaka

Byrjið á að baka köku­botn­ana og kæla þá.

Botn

  • 510 g hveiti
  • 620 gsyk­ur
  • 6 msk. kakó
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • 2 tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. vanilla
  • 4 egg
  • 250 gbrætt smjör­líki
  • 2 boll­ar mjólk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 200°C.
  2. Vinnið syk­ur og smjör vel sam­an þar til bland­an verður létt og ljós.
  3. Bætið eggj­un­um út í einu í einu og vinnið vel sam­an.
  4. Bætið mjólk­inni og vanillu­drop­um sam­an við og þur­refn­um sam­an sitt á hvað.
  5. Skiptið deig­inu jafnt í þrjú form sem er búið að spreyja vel með bök­un­ar­spreyi.
  6. Bakið við 200°C í 10-15 mín­út­ur eða þar miðja á kök­unni er full­bökuð.
  7. Takið úr formun­um og leyfið að kólna al­veg.

Smjörkrem

  • 500 g smjör (við stofu­hita)
  • 500 g flór­syk­ur
  • 3 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Hrærið smjörið í hræri­vél­inni þar til mjúkt og létt.
  2. Bætið flór­sykr­in­um við í litl­um skömmt­un og hrærið vel á milli.
  3. Því næst eru vanillu­drop­arn­ir sett­ir sam­an við og kremið hrært þar til það létt og ljóst, í um það bil 3 mín­út­ur.

Sam­setn­ing:

  1. Þá er hægt að fara setja kök­una sam­an, setjið krem á milli botn­anna og þekið svo kök­una með kremi að ut­an­verðu.
  2. Mik­il­vægt er að hafa botn­ana al­veg kalda áður en kak­an er sett sam­an og gott að setja hana í kæli á milli þess að þið setjið um­ferð að kremi á kök­una að ut­an­verðu.
  3. Svo þegar þið eruð sátt með kök­una að utan, þ.e. kremið og slétt og fínt er hægt að fara skreyta, Eva María notaði gervi augu og tenn­ur fást til dæm­is í Hag­kaup.
  4. Síðan bræddi hún rautt Can­dy Melts til að skreyta kök­una svo það væri eins og blóð  að leka.

Gler

  • 1 bolli syk­ur
  • ½ bolli vatn
  • 105 g glúkós­as­íróp, fæst í mat­vöru­versl­un­um

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í pott og hitið upp í 150°C hita.
  2. Hellið á smjörpapp­ír og látið kólna og þá er hægt að brjóta það.
  3. Bland­an verður mjög heit þannig að farið var­lega með syk­ur­blönd­una, fyr­ir þá sem vilja ekki gler er hægt að sleppa þessu skrefi.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert