Besta fiskisúpan mögulega frá Eyrarbakka

Birna G. Ásbjörnsdóttir er þekkt fyrir að gera æðislega góða …
Birna G. Ásbjörnsdóttir er þekkt fyrir að gera æðislega góða fiskisúpu sem slær ávallt í gegn þegar hún er borin fram. Samsett mynd

Birna G. Ásbjörns­dótt­ir doktor í heil­brigðis­vís­ind­um og matgæðingur er þekkt fyrir að laga ómótstæðilega góða fiskisúpu. Þeir sem hafa bragða fiskisúpuna hennar segja þessa þá bestu. Hún bauð til að mynda upp á fiskisúpuna frægu þegar hún og eiginmaður hennar buðu heim í huggulegt haustboð á dögunum. Gestirnir voru heillaðir af fiskisúpunni sem Birna segir að hafi sterka tengingu við Eyrarbakka, hafið og náttúruna.

Hún deil­ir hér með les­end­um uppskriftinni að fiskisúpunni frægu.

Fiskisúpan fræga

  • 400 g lax
  • 300-500 g risarækjur
  • 1 stk. laukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
  • 1 stk. rauð paprika, skorin í þunnar ræmur
  • 3 msk. smjör
  • 1-2 tengingar grænmetiskraftur, leystir upp í 200 ml soðnu vatni
  • 1 l rjómi
  • 1 msk. fiskisósa
  • 1 bolli hvítvín
  • 1 msk. tamari sósa
  • 1-2 dl tómat púrra
  • 1 tsk. reykt paprika
  • 1 tsk. karrí
  • Sjávarsalt eftir smekk
  • Svartur pipar, grófmalaður, eftir smekk

Ofan á súpuna

  • Sýrður rjómi eftir smekk
  • Ferskt kóríander eftir smekk
  • Ferskar sprettur ef vill, valfrjálst

Aðferð:

  1. Steikið laukinn og hvítlaukinn í smjörinu í góðum súpupotti.
  2. Bætið út í papriku og kryddum.
  3. Bætið út í rjóma, krafti, hvítvíni og sósum.
  4. Látið malla í 10 mínútur, ekki láta sjóða.
  5. Bætið salti og smakkið til.
  6. Roðflettið laxinn og afþíðið rækjurnar.
  7. Skerið laxinn í litla bita og setjið í skál ásamt rækjum.
  8. Hellið súpunni yfir og látið standa í 5 mínútur.
  9. Berið súpuna með sýrðum rjóma út á og fersku kóríander. Einnig má líka setja ferskar sprettur ef vill.
  10. Einnig er gott að bera súpuna fram súrdeigsbrauði og smjöri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert