Hauskúpuagúrkusalatið á eftir að slá í gegn

Þetta er ógurlega girnilegt hauskúpuagúrkusalat.
Þetta er ógurlega girnilegt hauskúpuagúrkusalat. Samsett mynd

Hér er snilld­ar­hug­mynd að hauskúpuag­úrku­sal­ati til bera fram á hrekkja­vök­unni sem fram und­an er og slá í gegn. Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Sine Siem­kowicz sem held­ur úti In­sta­gramsíðunni food­bites á heiður af þessu frá­bæru sal­ati en hún er sniðug­ust allra að búa til frum­lega og flotta rétti sem auðvelt er að gera.

Eins og sjá má í mynd­band­inu á In­sta­gramsíðunni henn­ar er þetta sára­ein­falt. Gúrkusneiðarn­ar er skorn­ar út eins og hauskúp­ur og þær síðan þvegn­ar og þurrkaðar. Loks ger­ir hún þessa dá­sam­legu dress­ingu sem á, án efa, eft­ir að slá gegn. Það gæti skollið á nýtt gúrkuæði.

Á síðunni henn­ar má finna fleiri skemmti­leg­ar hrekkja­vökukræs­ing­ar sem tek­ur stutt­an tíma að út­búa og þær eru líka barn­væn­ar.

Hauskúpuagúrkusalatið á eftir að slá í gegn

Vista Prenta

Hauskúpuag­úrku­sal­at

  • 1 stk. ag­úrka
  • Gróft salt eft­ir smekk
  • Hauskúpu­dress­ing, upp­skrift fyr­ir neðan.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera ag­úrk­una í sneiðar.
  2. Stingið síðan út augu á hverja sneið, til dæm­is með stál­röri.
  3. Takið síðan hníf og skerið í gúrk­una fyr­ir neðan aug­un líkt og gert er í mynd­band­inu.
  4. Leggið síðan ag­úrkusneiðarn­ar á disk og stráið gróf­um salt­flög­um eft­ir smekk og látið liggja í um það bil 10 mín­út­ur til að draga rak­ann út.
  5. Þvoið og þurrkið hauskúp­urn­ar og raðið aft­ur fal­lega á djúp­an disk eða fat og dreifið síðan hauskúpu­dress­ing­una yfir.
  6. Látið liggja í dress­ing­unni í 30 mín­út­ur og berið svo fram.
  7. Berið síðan fram á skreytt borð í anda hrekkja­vök­unn­ar.
  8. Gefið hug­mynda­flug­inu laus­an taum­inn og skreytið eins og ykk­ur lang­ar til.

Hauskúpu­dress­ing

  • 3 msk. hrís­grjóna­vín­se­dik
  • 1 msk. hun­ang
  • Smá af chili­f­lög­um
  • Sjáv­ar­salt eft­ir smekk
  • Pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í skál og hrærið vel sam­an.
  2. Geymið í kæli fyr­ir notk­un.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert