„Bloody Mary tómatasalat“ sem á vel við þessa vikuna

Bragðbomba að njóta.
Bragðbomba að njóta. Ljósmynd/Aðsend

Salat vikunnar mun koma öll­um á óvart sem smakka enda um bragðbombu að ræða. Það er kallað „Bloody Mary tóm­ata­sal­at“ þar sem það hef­ur öll bragðefni sem finn­ast í þeim frá­bæra drykk fyr­ir utan áfengið.

Í matvöruverslunum landsins er að finna margar tegundir af tómötum og þetta er einmitt salatið þar sem þeir fá að njóta sín.

„Bloody Mary“ tómatasalat

Cheddar-snakk

  • 170 g hvít­ur cheddar, rif­inn fínt niður

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Setjið bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  3. Rífið cheddar-ost­inn eins fínt niður og mögu­legt er.
  4. Setjið 1 msk. af rifn­um cheddar á bökunarplötu og haldið áfram með það sem eftir er af cheddar-ost­in­um – að búa til litla klatta með um það bil 2 cm milli­bili.
  5. Bakið stökkt í 5-6 mín­út­ur, þar til þetta er gyllt á lit.
  6. Látið kólna.
  7. Notið spaða til að ná snakk­inu af bök­un­ar­papp­írn­um.

Tóm­ata­sal­at

  • 2 tóm­at­ar, skorn­ir í bita
  • 4 plóm­u­tóm­at­ar, skorn­ir til helm­inga
  • 1 bolli kirsuberjatóm­at­ar, skorn­ir til helm­inga
  • ½ bolli græn­ar ólíf­ur, skorn­ar til helm­inga
  • 1/​3 bolli sell­e­rí, saxað 

Aðferð:

  1. Setjið niður­skornu tóm­at­ana í skál og saltið og piprið. Hristið vel sam­an og bætið ólíf­un­um út í.
  2. Dreypið smá­veg­is af dressingunni yfir og blandið sam­an. Smakkið til með meiri dressingu eft­ir þörf­um.
  3. Toppið með sell­e­rí-lauf­um og bætið cheddar-snakk­inu út í eða berið fram með sal­at­inu.
  4. Sal­atið geym­ist auðveld­lega í kæli fram á næsta dag, fyr­ir utan snakkið.

Dressing

  • 4 tsk. sherrý-edik
  • 1 skalotlaukur, smátt skor­inn
  • 1 hvít­lauksrif, merjað
  • 1 msk. til­bú­in pip­ar­rót
  • 2 tsk. hun­ang
  • 1 tsk. Worcestershire-sósa
  • 1 tsk. hot-sósa
  • ½ tsk. dijon-sinn­ep
  • ½ tsk. sell­e­rífræ
  • 1/​3 bolli ólífu­olía

Aðferð:

  1. Pískið sam­an í skál ed­ik, skalotlauk, hvít­lauk, pip­ar­rót, Worchestershire, hun­ang, hot-sósu, sinn­ep og sell­e­rífræ.
  2. Hellið ólífu­olí­unni út í og hrærið stöðugt í á meðan.
  3. Gott er að leyfa dressingunni að taka sig í 15 mín­út­ur áður en hún fer út á sal­atið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka