Elínborg gerir rosalega góða rabarbaraköku

Rabarbarakakan hennar Elínborgar Sturludóttur klikkar ekki.
Rabarbarakakan hennar Elínborgar Sturludóttur klikkar ekki. Samsett mynd

Hvað er betra en nýbökuð rabarbarakaka með þeyttum rjóma þegar degi tekur að halla? Hér erum við með eina dásamlega uppskrift úr smiðju Dómkirkjuprestsins, Elínborgar Sturludóttur, sem upplagt er að prófa.

Elínborg safnar ávallt forða af því sem náttúruna býður upp á frystikistuna fyrir veturinn, sérstaklega berjum en líka rabarbara. Á hennar æskuslóðum í Stykkishólmi hefur ávallt verið mikið um rabarbara og hann er gott að eiga í frystinn þegar manni langar að skella í eina köku eða .

Þessi er dásamleg með þeyttum rjóma eða ís.
Þessi er dásamleg með þeyttum rjóma eða ís. Ljósmynd/Elínborg

Rabarbarakaka

  • 225 g sykur
  • 225 g smjör
  • 225 g hveiti.
  • 1 ½ tsk. lyftiduft.
  • 4 egg
  • smá ekta bourbon vanilla.
  • 50 g rabarbari úr garðinum.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 190°C.
  2. Þeytið síðan saman smjör og sykur vel og lengi.
  3. Bætið við einu eggi í einu saman við, skafið vel niður á milli.
  4. Blandið þurrefnunum saman og síðan saman við eggja- og sykurhræruna og svo bætið þið rabarbaranum úti og blandið saman.
  5. Setjið í smurt eldfast fat.
  6. Setjið inn í ofn og bakið við 190°C í um það bil 40 mínútur. eða þangað til kakan er gyllt og falleg.
  7. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka