Búin að fullkomna langbesta pítsadeigið

Ragna Björg Ársælsdóttir er búin að fullkomna sitt uppáhaldspítsadeig.
Ragna Björg Ársælsdóttir er búin að fullkomna sitt uppáhaldspítsadeig. mbl.is/Eyþór Árnason

Ragna Björg Ársæls­dótt­ir ástríðubak­ari elsk­ar að baka pítsur og er búin að þróa sinn besta botn í mörg ár. Hún seg­ir að það hafa ekki gengið þrauta­laust en eft­ir þó nokkuð marg­ar til­raun­ir tókst það loks. Að mati Rögnu er botn­inn aðal­málið síðan get­ur hver og einn valið sem hon­um þykir best á sína pítsu.

„Ég hef verið að prófa mig áfram með heima­gerðar pítsur í fjölda­mörg ár. Allt frá því að eiga lít­inn rauðan pít­sa­ofn, reyna að baka pítsur á steini bæði í ofni eða á grilli og síðan ég keypti mér úti pít­sa­ofn þá var topp­in­um náð myndi ég segja,“ seg­ir Ragna og hlær.

„Þegar ég var búin að ná því sem ég vildi ná í bakstr­in­um og þeirri út­komu fór ég að prófa mig áfram með að gera súr­deig­spít­sur frá grunni. Það tók dágóð skipti af klesst­um pítsum til að koma mér á þann stað sem ég er með núna. Ég kannski sýni ekki frá mis­tök­un­um á In­sta­gram en þau koma nú samt reglu­lega fyr­ir, þó það sé sjald­gæfara nú til dags.“

Ragna elskar að gera sína eigin pítsu.
Ragna elsk­ar að gera sína eig­in pítsu. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Náði hæstu hæðum eitt kvöldið

„Þrá­hyggja mín fyr­ir því að gera full­komn­ar pítsur heima var búin að ná hæstu hæðum þegar ég sat eitt kvöldið og las alþjóðlega reglu­gerð og staðal um Nea­polit­an pítsur og hvaða eig­in­leika þær verði að upp­fylla eða hvers­kon­ar hlut­föll af inni­halds­efn­um þær verði að hafa til að flokk­ast und­ir Nea­polit­an pítsur.

Ég er sem bet­ur fer hætt að vitna í staðal­inn þegar ég ræði pítsu­áhuga minn við annað fólk en ég hugsa pítsur er það samt enn út frá hlut­falli vatns í deig­inu, stærð á kanti og lög­un pítsu. Það verður seint sem ég hætti því,“ seg­ir Ragna og bæt­ir við: „En við erum al­veg hætt að kaupa pítsur fyr­ir fjöl­skyld­una og er föstu­dagspít­s­an orðin órjúf­an­leg hef á föstu­dög­um.“

Sjáið hér á In­sta­gram hvernig Ragna ger­ir pít­sa­kúl­urn­ar.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Ragna Björg (@ragnab)

Girnileg pítsan hennar Rögnu.
Girni­leg píts­an henn­ar Rögnu. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Búin að fullkomna langbesta pítsadeigið

Vista Prenta

Besta pít­sa­deigið henn­ar Rögnu

6x 250 g (12")  eða 2x 175 (9")

  • 1000 g Manitoba hveiti
  • 620 g kalt vatn
  • 200 súr
  • 36 g fínt salt

Aðferð:

Dag­ur 1

  1. Blandið sam­an hveiti og köldu vatni, hnoðið sam­an og látið standa í 30-90 mín­út­ur.
  2. Hnoðið sam­an súrn­um.
  3. Þegar súr­inn er vel blandaður sam­an við, hnoðið þá sam­an salti og haldið áfram að hnoða í 14-16 mín­út­ur.
  4. Takið deigið á borð og hnoðið það í 5 mín­út­ur
  5. Látið deigið í skál teygið það til á 30 mín­útna fresti í 4 skipti.
  6. Setjið deigið inn í ís­skáp.

Dag­ur 2

  1. Takið deigið úr ís­skáp og gerið kúl­ur.
  2. Látið standa í stofu­hita í 2-5 klukku­stund­ir áður en þið gerið pítsuna.
  3. Svo er bara að fletja út pítsuna, setja á hana það sem hug­ur­inn girn­ist og baka hana í blúss­andi heit­um pít­sa­aofni fyr­ir besta ár­ang­ur­inn.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert