Búin að fullkomna langbesta pítsadeigið

Ragna Björg Ársælsdóttir er búin að fullkomna sitt uppáhaldspítsadeig.
Ragna Björg Ársælsdóttir er búin að fullkomna sitt uppáhaldspítsadeig. mbl.is/Eyþór Árnason

Ragna Björg Ársæls­dótt­ir ástríðubak­ari elsk­ar að baka pítsur og er búin að þróa sinn besta botn í mörg ár. Hún segir að það hafa ekki gengið þrautalaust en eftir þó nokkuð margar tilraunir tókst það loks. Að mati Rögnu er botninn aðalmálið síðan getur hver og einn valið sem honum þykir best á sína pítsu.

„Ég hef verið að prófa mig áfram með heimagerðar pítsur í fjöldamörg ár. Allt frá því að eiga lítinn rauðan pítsaofn, reyna að baka pítsur á steini bæði í ofni eða á grilli og síðan ég keypti mér úti pítsaofn þá var toppinum náð myndi ég segja,“ segir Ragna og hlær.

„Þegar ég var búin að ná því sem ég vildi ná í bakstrinum og þeirri útkomu fór ég að prófa mig áfram með að gera súrdeigspítsur frá grunni. Það tók dágóð skipti af klesstum pítsum til að koma mér á þann stað sem ég er með núna. Ég kannski sýni ekki frá mistökunum á Instagram en þau koma nú samt reglulega fyrir, þó það sé sjaldgæfara nú til dags.“

Ragna elskar að gera sína eigin pítsu.
Ragna elskar að gera sína eigin pítsu. mbl.is/Eyþór Árnason

Náði hæstu hæðum eitt kvöldið

„Þráhyggja mín fyrir því að gera fullkomnar pítsur heima var búin að ná hæstu hæðum þegar ég sat eitt kvöldið og las alþjóðlega reglugerð og staðal um Neapolitan pítsur og hvaða eiginleika þær verði að uppfylla eða hverskonar hlutföll af innihaldsefnum þær verði að hafa til að flokkast undir Neapolitan pítsur.

Ég er sem betur fer hætt að vitna í staðalinn þegar ég ræði pítsuáhuga minn við annað fólk en ég hugsa pítsur er það samt enn út frá hlutfalli vatns í deiginu, stærð á kanti og lögun pítsu. Það verður seint sem ég hætti því,“ segir Ragna og bætir við: „En við erum alveg hætt að kaupa pítsur fyrir fjölskylduna og er föstudagspítsan orðin órjúfanleg hef á föstudögum.“

Sjáið hér á Instagram hvernig Ragna gerir pítsakúlurnar.

View this post on Instagram

A post shared by Ragna Björg (@ragnab)

Girnileg pítsan hennar Rögnu.
Girnileg pítsan hennar Rögnu. mbl.is/Eyþór Árnason

Besta pítsadeigið hennar Rögnu

6x 250 g (12")  eða 2x 175 (9")

  • 1000 g Manitoba hveiti
  • 620 g kalt vatn
  • 200 súr
  • 36 g fínt salt

Aðferð:

Dagur 1

  1. Blandið saman hveiti og köldu vatni, hnoðið saman og látið standa í 30-90 mínútur.
  2. Hnoðið saman súrnum.
  3. Þegar súrinn er vel blandaður saman við, hnoðið þá saman salti og haldið áfram að hnoða í 14-16 mínútur.
  4. Takið deigið á borð og hnoðið það í 5 mínútur
  5. Látið deigið í skál teygið það til á 30 mínútna fresti í 4 skipti.
  6. Setjið deigið inn í ísskáp.

Dagur 2

  1. Takið deigið úr ísskáp og gerið kúlur.
  2. Látið standa í stofuhita í 2-5 klukkustundir áður en þið gerið pítsuna.
  3. Svo er bara að fletja út pítsuna, setja á hana það sem hugurinn girnist og baka hana í blússandi heitum pítsaaofni fyrir besta árangurinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka