Dansandi og syngjandi kvikmyndastjarna í Systrasamlaginu

Systurnar í Systrasamlaginu, Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur, við Óðinsgötu hafa …
Systurnar í Systrasamlaginu, Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur, við Óðinsgötu hafa fengið Pierce Brosnan kvikmyndastjörnu í heimsókn á kaffihúsið með konunni sinni. Samsett mynd

Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur hafa rekið Systrasamfélagið frá árinu 2013. Það er til húsa við Óðinsgötu 1 í Reykjavík. Systrasamlagið er í senn töfrandi verslun og lífrænt kaffihús byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsubúð og færa nær almenningi.

Byrjuðu að syngja Mamma Mia

Systurnar hafa fengið marga viðskiptavini af ýmsum toga og þær hafa meira að segja fengið heims heimsfrægan kvikmyndaleikara sem viðskiptavin. „Þetta var rétt eftir að við opnuðum, árið 2017, þá kom Pierce Brosnan hérna inn með konunni sinni. Þau voru að versla og fá sér kaffi. Maður fann að hann vildi halda sér pínulítið til hlés. En í Systrasamlaginu voru tvær ungar stelpur, svona 10 ára gamlar, sem byrjuðu að syngja Mamma Mia. Honum þótti svo vænt um það að unga fólkið myndi eftir sér þannig að hann fór að syngja og dansa með þeim. Þetta er eitt það fallegasta sem hefur gerst hér inni," segir Jóhanna.

Sjálfbærni í rekstri

Þær systur hafa sjálfbærni að leiðarljósi í öllum sínum rekstri. „Við tókum þá stefnu strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, lífrænt kaffi og lífræna Bíóbú mjólk, vönduð bætiefni og aðrar þekktar heilsuvörur, heldur teljumst við frumkvöðlar í sölu á fallegum lífrænum jógafatnaði, jógavörum, eiturefnalausum ilmum, snyrtivörum, litríkum lattedrykkjum. Við vildum hafa andann með í efninu, það eru okkar lykilorð,“ segir Jóhanna. ,,Við höfum lífræna vottun og sanngjörn viðskipti efst á blaði,“ bætir hún við.

„Við fáum daglega þjónustu hjá Póstinum sem skiptir okkur miklu máli. Við þurfum til dæmis ekki lengur að fara á pósthúsið með risa poka og bíða í röð," segir Jóhanna ennfremur. Allt gert til að auka sjálfbærni, fækka kolefnisporunum og stuðla að betri lífsgæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka