Skar út ógurlega hrekkjavökuköttinn og töfraði fram hrekkjavökumöffins

Kristín Gyða Bjarnveigardóttir bakaði jógúrtmöffins sem hún skreytti og setti …
Kristín Gyða Bjarnveigardóttir bakaði jógúrtmöffins sem hún skreytti og setti í hrekkjavökubúning. mbl.is/Karítas

Krist­ín Gyða Bjarn­veig­ar­dótt­ir elsk­ar að baka og skreyta kök­ur og löngu byrjuð þrátt fyr­ir ung­an ald­ur en hún er ein­ung­is 13 ára göm­ul og stund­ar nám íÁrbæj­ar­skóla. Hún held­ur ávallt upp á hrekkja­vök­una og hef­ur þegar und­ir­búið sig fyr­ir morg­undag­inn en þá verður hrekkja­vak­an ógur­lega.

Ógurlegi hrekkjavökukötturinn tekur á móti gestum og gangandi.
Ógur­legi hrekkja­vökukött­ur­inn tek­ur á móti gest­um og gang­andi. Ljós­mynd/​Bjarn­veig

Hún bakaði til að mynda synd­sam­lega góðar jóg­úrt­möff­ins í hrekkja­vöku­bún­ingi og síðan skar hún hrekkja­vökukött­inn ógur­lega í grasker sem kem­ur ótrú­lega vel út.

Ógur­legi kött­ur­inn tek­ur á móti gest­um

Þegar komið er að heim­ili henn­ar tek­ur ógur­legi kött­ur­inn á móti gest­um. Þegar Krist­ín Gyða ber hrekkja­vöku­möff­in­skök­urn­ar fram leyn­ir sér ekki hve skap­andi hún er. 

Hrekkjavökumöffinskökurnar eru frumlega skreyttar, með nornarhöttum, köngulóm og hinu táknræna …
Hrekkja­vöku­möff­in­skök­urn­ar eru frum­lega skreytt­ar, með norn­ar­hött­um, köngu­lóm og hinu tákn­ræna graskeri. Ljós­mynd/​Elín Hekga

Aðspurð seg­ir Krist­ín Gyða að hún sé ekki far­in að læra neitt í tengsl­um við list­sköp­un­ina.

„En ég æfi fót­bolta og pí­anó og hef einnig áhuga á mynd­list og hönn­un.“

Held­ur þú upp á hrekkja­vök­una?

 „Já, ég held alltaf upp á hrekkja­vök­una.“

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast við hrekkja­vök­una?

„Að út­búa bún­inga og skreyta.“

Stund­um farið á Hrekkja­vöku í Árbæj­arsafni

Hvernig verður hrekkja­vak­an þín í ár?

„Ég verð með vin­kon­um mín­um á hrekkja­vöku og við ger­um eitt­hvað skemmti­legt, höf­um til dæm­is stund­um farið á Hrekkja­vöku í Árbæj­arsafni.“

Nú hef­ur þú verið iðin við að baka og ert búin að töfra fram þessa flottu hrekkja­vökumuff­ins sem eru svo frum­lega og vel skreytt­ar hjá þér. Er ein­hver saga á bak við upp­skrift­ina þína?

„Mamma mín fékk þessa upp­skrift frá syst­ur sinni. Syst­ir henn­ar fékk upp­skrift­ina frá ömmu minni þegar krakk­arn­ir henn­ar voru að ferm­ast. En amma mín fékk upp­skrift­ina frá syst­ur sinni. Svo þessi upp­skrift hef­ur gengið á milli og er mikið notuð í fjöl­skyld­unni sem er mjög skemmti­legt,“ seg­ir Krist­ín Gyða að lok­um.

Litríkar og skemmtilegar hrekkjavökumöffins.
Lit­rík­ar og skemmti­leg­ar hrekkja­vöku­möff­ins. Ljós­mynd/​Elín Helga
Kristín Gyða hefur mikið dálæti af því að skreyta kökur.
Krist­ín Gyða hef­ur mikið dá­læti af því að skreyta kök­ur. Ljós­mynd/​Bjarn­veig

Skar út ógur­lega hrekkja­vökukött­inn og töfraði fram hrekkja­vöku­möff­ins

Vista Prenta

Jóg­úrt­möff­ins í hrekkja­vöku­bún­ing

Möff­ins

  • 2,5 bolli hveiti
  • 1,5 bolli syk­ur
  • 3 egg
  • 220 g smjör­líki, brætt
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 tsk. hjarta­salt
  • 1 dós kaffijóg­úrt
  • 200 grsaxað súkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita bak­arofn­inn í 175°C.
  2. Þeytið egg og syk­ur vel sam­an.
  3. Setjið síðan brædda smjör­líkiðút í.
  4. Blandið síðan þur­refn­um sam­an og bætið smám sam­an út í.
  5. Bætið síðast súkkulaðinu við.
  6. Setjið deigið í möff­ins form.
  7. Setjið síðan inn í ofn og bakið við 175°C í 20 - 25 mín­út­ur.

Smjörkrem

  • 250 g smjör
  • 500 g flór­syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Setjið hrá­efn­in sam­an í skál og hrærið vel sam­an.
  2. Skiptið síðan smjörkrem­inu niður í nokkr­ar skál­ar.
  3. Blandið síðan mis­mun­andi lit­um í smjörkremið í hverri skál.
  4. Notið síðan mis­mun­andi stúta til að skreyta möff­in­skök­urn­ar og búið til fíg­úr­ur eða mynstur sem ykk­ur lang­ar að hafa á möff­in­skök­un­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert