Hummuspasta með ólífum og súrkáli á einfalda mátann

Þessi hummuspastaréttur með ólífum og súrkáli kemur vel út á …
Þessi hummuspastaréttur með ólífum og súrkáli kemur vel út á disk. Ljósmynd/Hildur Ómars

Ef ykk­ur lang­ar í bragðgóðan pasta­rétt sem tek­ur stutta stund að gera sem er aðeins full­orðins er þessi málið. Hér er á ferðinni pasta með humm­us, ólíf­um og súr­káli í miðaust­ur­lensk­um anda og kem­ur úr smiðju Hild­ar Ómars mat­gæðings með meiru. Upp­skrift­ina gerði hún fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Ger­um dag­inn girni­leg­an.

Rétt­ur­inn er bæði saðsam­ur og prótein­rík­ur auk þess sem bragðið er svo dá­sam­legt. Þeir sem elska ólíf­ur eiga eft­ir fá æði fyr­ir þess­um rétt.

Hummuspasta með ólífum og súrkáli á einfalda mátann

Vista Prenta

Hummu­spasta með ólíf­um og súr­káli

  • 500 g spelt­p­asta
  • 2 stk. box af keypt­um humm­us eða heima­gerðum humm­us.
  • 1 stk. krukka græn­ar líf­ræn­ar ólíf­ur, t.d. frá Ra­punzel
  • Súr­kál, Hild­ur vel­ur oft­ast Klass­ískt en seg­ir Karríkálið frá Súr­kál fyr­ir sæl­kera passi líka vel með.
  • Græn­meti að eig­in vali
  • Kál eft­ir smekk
  • Gúrka eft­ir smekk
  • Paprika eft­ir smekk
  • Tóm­at­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  • Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  • Skolið og skerið græn­metið.
  • Berið fram pastað með humm­us, súr­káli, græn­met­inu og ólíf­um.
  • Njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert