„Ég þrái minni verðbólgu fyrir mitt eldhús“

Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík suður dreymir um …
Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík suður dreymir um lægra matarverð fyrir eldhúsið sitt. mbl.is/Karítas

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara, er mikill gleðigjafi og hrókur alls fagnaðar. Hún nýtir hvert tækifæri til að gera dagana skemmtilegri.

Hún ljóstrar hér upp hvað henni finnst vera ómissandi að eiga í eldhúsinu og hvaða hlutverki eldhúsið gegnir í raun fyrir fjölskylduna. Daginn byrjar hún ávallt á kaffibolla og segir eldhúsið sitt þrá lægra matarverð.

Lífsnauðsyn að eiga kaffi

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í eldhúsinu?

„Það getur ekki gengið upp að eiga ekkert kaffi. Fyrir utan þetta helsta sem þarf alltaf að vera þar sem börn eru á heimilum þá er kaffi í mínum heimi í flokki lífsnauðsynja. Ég byrja alla daga á kaffibolla. Ég yrði held ég mjög lítið meðfærileg ef ég ætti ekki kaffi.“

Hvað finnst þér vera heitasta trendið í eldhúsið núna?

„Heitasta trendið hjá mér þessa dagana myndi ég segja er að elda eins og í iðnaðareldhúsi. Hitt trendið mitt er reyndar að elda ekki. Kosningabarátta býður ekki alltaf upp á að vera heima að kvöldi. Dagarnir eru skemmtilegir en langir en aðallega dálítið kaótískir. Ég hef þess vegna reynt að elda stærri skammta þegar ég elda. Tröllvaxinn skammt af lasanja eða einhverja rétti sem hægt er að hita upp aftur daginn eftir. Markmiðið er einfaldlega geta feikað að hér er eldað sjaldnar en áður var.“

Hvaða litur er að koma sterkur inn að þínu mati?

„Ég myndi auðvitað segja appelsínugulur litur Viðreisnar. Veggurinn hér heima í eldhúsinu er fallega gulur og nokkuð nálægt fallegum lit Viðreisnar.“ 

Plast- eða viðarbretti?

Mér finnst viðarbretti mun fallegri og þægilegri að vinna á. 

Ertu með kaffivél í eldhúsinu?

„Ég er með fínustu kaffivél í eldhúsinu sem er í miklum metum hjá mér. Fékk hana í afmælisgjöf frá fjölskyldunni þegar ég varð fertug. Uppáhaldsgræja algjör.“ 

Áttu þér þinn uppáhaldskaffibolla?

„Fyrsti kaffibolli dagsins er minn uppáhaldsbolli.“

Breytir þú eldhúsinu eftir árstíðum, hvað varðar liti og annað slíkt?

„Eldhúsið fær jólaskraut þegar jólin nálgast.“ 

Mikill áhrifavaldur í lífi fjölskyldunnar 

Uppáhaldsstaðurinn í eldhúsinu?

„Ætli það sé ekki bara uppþvottavélin. Sú græjaði bilaði um daginn og þá fundum hvað hún er mikill áhrifavaldur í lífi fjölskyldunnar. Algjör kjarnastarfsemi. Ég fann að ég var verulega lítið hrifin af því að vera ekki með uppþvottavél í lagi.“

Þorbjörg segir að uppþvottavélin sé mikill áhrifavaldur í lífi fjölskyldunnar.
Þorbjörg segir að uppþvottavélin sé mikill áhrifavaldur í lífi fjölskyldunnar. mbl.is/Karítas

Áttu þér draumaeldavél? Viltu gas eða spam?

„Mér finnst æðislegt að elda á gaseldavél og átti einu sinni eina slíka. Í eldhúsi drauma minna væri ég með einhverja slíka, ofboðslega veglega á mínum vegum.“

Ertu með kerti í eldhúsinu?

„Ekki í eldhúsinu nei, en nánast alltaf inni í stofu og oft við kvöldmatarborðið. Ég elska kerti og sé þau sem mína eigin geðheilbrigðisþjónustu þegar hálfs árs langur vetur brestur á hér á landi.“

Finnst þér skipta málið að leggja fallega á borð?

„Hiklaust þegar eldað er fyrir eitthvað sérstakt tilefni. En dúkar og eitthvað svona meira fínerí á borð dreg ég helst fram um jólin.“

Hvað dreymir þig um að eignast í eldhúsið?

„Mitt eldhús dreymir aðallega um lægra matarverð. Ég þrái minni verðbólgu fyrir mitt eldhús.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert