Wagyu lúxusborgarinn hans Bjarka er rosalegur

Bjarki Snær Þorsteinsson landsliðskokkur sviptir hulunni af sínum uppáhaldshamborgara.
Bjarki Snær Þorsteinsson landsliðskokkur sviptir hulunni af sínum uppáhaldshamborgara. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarki Snær Þor­steins­son, mat­reiðslumaður og landsliðskokk­ur elskar góða hamborgara og steikir þá allan ársins hring. Hann er mikill sælkeri og hefur ástríðu fyrir að nostra við matargerðina og bæta við þessu extra.

Bjarki að sviptir hér hul­unni af sín­um upp­á­halds­ham­borg­ara þessa dag­ana. Þessi hamborg­ari er rosa­leg­ur, algjör lúxusútgáfa, sam­setn­ing­in er framúrsk­ar­andi og það verður erfitt að toppa þenn­an. Allir hamborgaraaðdáendur eiga eftir missa sig yfir þessum.

„Uppáhaldsborgarinn minn er Wagyu borgari með 12 mánaða Ísbúa, lauksultu, trufflukremi, klettasalati, steiktu foie gras í dúnmjúku kartöflubrauði frá Le kock, borið fram með kartöfluflögum og ískaldri Curiosity cola frá fentimans,“ segir Bjarki og fær vatn í munninn. 

Hráefnið sem þarf í lúxushamborgarann hans Bjarka.
Hráefnið sem þarf í lúxushamborgarann hans Bjarka. mbl.is/Árni Sæberg
Hann byrjar á því að steikja foie gras.
Hann byrjar á því að steikja foie gras. mbl.is/Árni Sæberg
Wagyu borgarnir eru síðan steiktir upp ur andafitunni.
Wagyu borgarnir eru síðan steiktir upp ur andafitunni. mbl.is/Árni Sæberg
Ísbúann brennir síðan Bjarki með brennara. Það er líka hægt …
Ísbúann brennir síðan Bjarki með brennara. Það er líka hægt að láta hann bráðna á borgaranum á pönnunni. mbl.is/Árni Sæberg
Síðan er það samsetningin.
Síðan er það samsetningin. mbl.is/Árni Sæberg
Lokahnikkurinn er að setja Foie gras ofan brauðlokið.
Lokahnikkurinn er að setja Foie gras ofan brauðlokið. mbl.is/Árni Sæberg

Wagyu lúxusborgari að hætti Bjarka

  • 2 stk. 120 g wagyu hamborgarar frá Sælkerabúðinni
  • 2 kartöflubrauð frá Le Kock
  • 4 sneiðar Ísbúi
  • Klettasalat eftir smekk
  • Lauksulta eftir smekk (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • Trufflukrem frá cuisine.is
  • Foie gras, steikja

Aðferð:

  1. Byrjið á að steikja foie gras á pönnu þar til gullinbrúnt.
  2. Steikið næst hamborgarann á sömu pönnu, þegar hann er gullinbrúnn setjið þá 12 mánaða Ísbúa á borgarann og brennið með gasbrennara.
  3. Steikið því næst brauðin á sömu pönnu með fitunni frá andalifrinni og wagyu kjötinu.
  4. Setjið síðar brauðið á disk eða bretti.
  5. Setjið trufflukrem frá cuisine.is á botninn, því næst klettasalat, svo lauksultuna, bætið síðan borgaranum við og aftur trufflukrem og lokið.
  6. Leggið andalifrina ofan á brauðið og njótið með kartöfluflögum. 

Lauksulta

  • 2-3 msk. olía
  • 4 rauðlaukar, skornir í tvennt og sneiddir í þunnar sneiðar
  • 3 msk. balsamikedik
  • 2-3 msk. hrásykur

Aðferð:

  1. Hitið olíuna í góðum potti og setjið laukinn út í . 
  2. Steikið við lágan hita í olíunni þar til laukurinn er orðinn mjúkur eða í u.þ.b. 5 mínútur. Bætið balsamik-ediki og sykri út í og látið malla undir loki við lágan hita í 30 – 40 mínútur. Hrærið reglulega í lauksultunni.
  3. Saltið eftir smekk.
  4. Setjið í gott ílát með loki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka