Ásdís Ásgeirsdóttir
Gabríel Kristinn Bjarnason matreiðslumaður og landsliðskokkur gaf út kokkabókina Þetta verður veisla á dögunum. Bókin er stútfull af einföldum eðalréttum sem munu áreiðanlega slá í gegn í veislum landsmanna.
Þar er meðal annars að finna þessa frábæru uppskrift Brie-ostasmjöri með hunangi og timían sem er syndsamlega ljúffengt. Þetta smjör er tilvalið að bjóða upp á í næsta matarboði og töfra gestina upp úr skónum. Með smjörinu er upplagt að bera fram nýbakað súrdeigsbrauð eða djúpsteiktar vöfflur að hætti Gabríels.
Brie-ostasmjör með hunangi og timían
Aðferð:
Byrjið á því að taka smjörið úr kæli að minnsta kosti fjórum klukkustundum fyrir notkun, best væri að taka það úr kæli daginn áður.
Skerið næst húðina af brie-ostinum vegna þess að hún þeytist illa.
Byrjið á því að þeyta ostinn og smjörið saman í matvinnslu- eða hrærivél þangað til áferðin verður silkimjúk.
Setjið síðan smjörið í skál og skreytið með hunangi og fersku timían og berið fram með ristuðu súrdeigsbrauði.