Vinsælasti kjúklingarétturinn í Húsó

Girnilegur kjúklingur í parmesan með ljúffengu meðlæti.
Girnilegur kjúklingur í parmesan með ljúffengu meðlæti. mbl.is/Árni Sæberg

Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans deil­ir upp­skrift af vinsælasta kjúklingaréttinum þar á bæ. Þetta er kjúklingur með parmesan borinn fram með ofnbökuðum kartöflubátum og grískri jógúrtsósu.

Nemendurnir í Húsó elska þennan rétt og þegar hann er borinn fram er ávallt mikil gleði í mannskapnum.

Þetta er hinn fullkominn helgarréttur fyrir fjölskylduna að búa til saman og njóta við huggulegheit og kertaljós.

Kjúklingur með parmesan, ofnbökuðum kartöflubátum og grískri jógúrtsósu

Kjúklingur með parmesan

  • 6 kjúklingabringur
  • 3 ½ dl brauðrasp
  • 8 msk. rifinn parmesanostur, ferskur
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. svartur pipar
  • 2 egg
  • 1-1  og ½ sítróna

Aðferð:

  1. Kljúfið kjúklingabringurnar í tvennt.
  2. Blandið parmesanosti og kryddi saman við brauðraspið.
  3. Veltið bringunum upp úr sundurslegnum eggjunum og síðan raspinum.
  4. Steikið á olíu við góðan hita þar til raspið er orðið gulbrúnt.
  5. Færið bringurnar yfir á bakka með bökunarpappír eða yfir í eldfast mót.
  6. Berið fram með fersku salati, sítrónubátum og ofnsteiktum kartöflubátum.

Ofnsteiktir kartöflubátar

  • 10 bökunarkartöflur
  • 4 msk. olía
  • Kartöflukrydd (t.d. 1 hvítlauksrif  og ½ tsk. rósmarín)
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Þvoið kartöflurnar og skerið í báta.
  2. Setjið kartöflubátana á bökunarpappír í ofnskúffu.
  3. Kryddið vel með kartöflukryddi og salti og pipar. Hellið olíunni yfir kartöflurnar. Jafnið vel saman kryddi og olíu.
  4. Bakið við 180°C í 30 mínútur.

Grísk jógúrtsósa með kryddi

  • 200 g grísk jógúrt eða sýrður rjómi
  • 2 msk. majónes
  • ½ - 1 msk. hlynsíróp eða hunang
  • ½ msk. sítrónusafi
  • 1 hvítlauksgeiri, marinn
  • 1 ½ tsk. þurrkað óreganó
  • 1 ½ tsk. þurrkað timian
  • Salt og nýmalaður pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öll hráefninu saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Setjið síðan í kæli í a.m.k. 1 klukkustund.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka