Guðdómlega góður lambaréttur Elsu í Frozen

Elsa í Frozen býður upp á lambarétt borinn fram með …
Elsa í Frozen býður upp á lambarétt borinn fram með grískri jógúrtsósu sem er að finna í Frozen matreiðslubókinni. Samsett mynd

Sunnudagar eru gjarnan fjölskyldudagar og þá er gaman að elda saman og eiga góða stund. Gamla góða hefðin var að bjóða upp á lambakjöt á sunnudögum og margir halda í þá hefð. Lambalærið og hryggurinn hafa notið mikilla vinsælda en kótilettur eru líka afar góðar.

Elsa í Frozen er hrifin af lambakjöti og sérstaklega kótilettum. Með kótilettunum býður hún upp á gríska jógúrtsósu sem er bæði holl og bragðgóð. Síðan er upplagt að bera fram ferskt salat með þessum rétti.

Uppskriftina er að finna í Frozen matreiðslubókinni, hún bæði einföld og þægileg. Best er að gera jógúrtsósuna fyrst og leyfa henni að bíða í kæli í nokkrar klukkustundir fyrir notkun.

Lambaréttur Elsu í Frozen

Fyrir 4

Lamb

  • 8 kótilettur
  • gróft sjávarsalt eftir smekk
  • svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið pönnu yfir háan hita.
  2. Steikið kótiletturnar í 3–4 mínútur á hvorri hlið.
  3. Þegar þær eru tilbúnar skuluð þið taka pönnuna af hitanum.
  4. Leggið pönnuna til hliðar og leyfið kjötinu að standa í 3–5 mínútur.
  5. Ef þið viljið kjötið meira steikt, skuluð þið leyfa pönnunni að vera á hitanum lengur.
  6. Berið síðan kótiletturnar fram ásamt jógúrtsósunni á fallegan hátt.

Grísk jógúrtsósa

  • 230 g grísk jógúrt
  • safi úr 2 sítrónum
  • 2 tsk. hunang
  • ½ tsk. salt
  • 2 vorlaukar, smátt saxaðir
  • ¼ agúrka, fræhreinsuð og skorin í teninga
  • 2 msk. ferskt óreganó
  • 1 msk. fersk minta, smátt söxuð

Aðferð:

  1. Blandið jógúrtinni, sítrónusafanum og hunanginu saman í skál.
  2. Kryddið með salti.
  3. Bætið vorlauknum og kryddjurtunum út í jógúrtblönduna og hrærið saman.
  4. Skerið agúrkuna í teninga og bætið saman við sósuna.
  5. Látið sósuna standa í að minnsta kosti klukkustund áður en hún er borin fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert