Mataræðið sem gefur húðinni ljóma

Laufey Birkisdóttir aðhyllist miðjarðarhafsmataræði og segir að það hafi afar …
Laufey Birkisdóttir aðhyllist miðjarðarhafsmataræði og segir að það hafi afar góð áhrif á húðina. mbl.is/Karitas

Lauf­ey Birk­is­dótt­ir hef­ur ávallt hugsað vel um lík­ama og sál. Eitt sem hún hug­ar sér­stak­lega að er mataræðið og hvaða áhrif það hef­ur á húðina.

Hún aðhyll­ist miðjarðar­hafs­mataræði og seg­ir það vera afar gott fyr­ir húðina. Þá fái lík­am­inn réttu nær­ing­ar­efn­in til þess að húðin ljómi.

Lauf­ey er snyrti- og förðun­ar­fræðing­ur og nudd­ari en hún lærði á Englandi og í Frakklandi. Hún rek­ur snyrti­stof­una Leilu CACI á Seltjarn­ar­nesi og blómstr­ar þar í sínu starfi.

„Ég hef ávallt aðhyllst heild­ræna meðferð, það er að segja að innra og ytra heil­brigði hald­ist í hend­ur. Hvernig þú hugs­ar um þig og ekki síður til þín er það sem skipt­ir máli. Einnig finnst mér mataræði skipta miklu máli og hef­ur miðjarðar­hafs­mataræði verið það sem hent­ar mér best,“ seg­ir Lauf­ey.

Húðin stærsta líf­færi lík­am­ans

Aðspurð seg­ir Lauf­ey að rétt mataræði geti gert ótrú­lega margt fyr­ir húðina og mun meira en marg­an grun­ar.

„Húðin er stærsta líf­færi lík­am­ans og gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki. Vernd­ar lík­amann gegn bakt­erí­um, vírus­um og skaðleg­um geisl­um. Hjálp­ar til við að viðhalda lík­ams­hita með svita­mynd­un og blóðflæði. Skynj­ar snert­ingu, hita, kulda og sárs­auka. Einnig held­ur hún raka í lík­am­an­um og kem­ur í veg fyr­ir of mikið vatnstap. Fram­leiðir D-víta­mín þegar húðin verður fyr­ir sól­ar­ljósi. Þessi hlut­verk eru nauðsyn­leg fyr­ir heilsu og jafn­vægi lík­am­ans,“ seg­ir Lauf­ey.

Þegar Lauf­ey er spurð hvað sé gott að gera til að fá ljóm­andi húð fyr­ir stóra dag­inn eins og brúðkaup, stóraf­mæli og önn­ur tæki­færi seg­ir hún að mik­il­vægt sé að huga því sem inn­byrt er.

„Til að ná fram heil­brigðri, ljóm­andi húð er mik­il­vægt að huga að því sem þú set­ur inn í lík­amann. Nær­andi fæða, sem eyk­ur kolla­gen, raka og teygj­an­leika húðar­inn­ar, er lyk­ill­inn að góðu út­liti. Einnig eru ákveðnar mat­ar­teg­und­ir sem mik­il­vægt er að forðast til að bæta húðina, til að mynda koma í veg fyr­ir ból­ur, bólg­ur og þrota,“ bæt­ir Lauf­ey við.

„Síðan skipt­ir líka máli að velja góða drykki þegar við vilj­um láta húðina ljóma. Reglu­leg neysla þess­ara drykkja get­ur bætt húðina og stuðlað að fal­legu út­liti á stóra deg­in­um,“ bæt­ir Lauf­ey við.

Miðjarðar­hafs­mataræðið og húðheilsa

Lauf­ey seg­ir að miðjarðar­hafs­mataræðið sé einnig frá­bært fyr­ir húðheilsu, þar sem það bygg­ist á heil­brigðri fitu og andoxun­ar­efn­um.

„Það skipt­ir miklu máli að borða ríku­lega af græn­meti, ávöxt­um, baun­um, heil­korni og velja heil­brigða fitu. Einnig er vert að nota ólífu­olíu, borða hnet­ur og fræ til að fá góða fitu. Fisk­ur og sjáv­ar­fang er afar góður kost­ur fyr­ir húðheils­una. Fisk­ur eins og lax og sard­ín­ur er full­ur af ómega-3 fitu­sýr­um. Loks er vert að tak­marka rautt kjöt og velja frek­ar fisk, fugla­kjöt og plöntu­prótein. Til að mynda eru baun­ir og linsu­baun­ir kjörn­ar fyr­ir prótein og önn­ur mik­il­væg nær­ing­ar­efni. Með því að fylgja þessu mataræði og forðast óholla fæðu er hægt að ná fram heil­brigðri húð sem gló­ir á mik­il­væg­um degi.“

Lyk­ill­inn að góðu út­liti

  • Andoxun­ar­efni: Fæða eins og ber, græn­meti og sítrusávext­ir er rík af andoxun­ar­efn­um sem auka kolla­genfram­leiðslu og vernd­ar húðina gegn skaðleg­um áhrif­um sindurefna.
  • Holl fita: Avóka­dó, feit­ur fisk­ur og hnet­ur veita lík­am­an­um nauðsyn­leg­ar fitu­sýr­ur sem halda húðinni mjúkri og rakri.
  • Raki: Mat­væli eins og ag­úrka, vatns­mel­ón­ur og kó­kos­vatn stuðla að góðum raka húðar­inn­ar og halda henni ferskri.
  • Kolla­gen: Bein­soð, sítrusávext­ir og paprika eru frá­bær fyr­ir aukna kolla­genfram­leiðslu, sem stuðlar að þétt­ari og stinn­ari húð.
  • Bólgu­eyðandi fæði: Grænt te, engi­fer og túr­merik dreg­ur úr bólg­um í húðinni og styður við jafnt og ljóm­andi yf­ir­bragð.
  • Sink: Baun­ir eru rík­ar af sinki sem hjálp­ar til við gró­anda húðar­inn­ar og varn­ar ból­um. 

Það má í raun segja að töfra­formúla fyr­ir ljóm­andi húð fel­ist í jafn­vægi nær­ing­ar, raka og andoxun­ar­efna. Með þess­um ein­földu mat­ar- og drykkju­venj­um er hægt að ná ljóm­andi og heil­brigðri húð.

Lauf­ey mæl­ir með að drekka:

  • Vatn vökv­ar og held­ur húðinni glans­andi.
  • Grænt te er ríkt af andoxun­ar­efn­um sem vernda húðina gegn skaða.
  • Kó­kos­vatn vökv­ar lík­amann og veit­ir raka.
  • Safi úr fersk­um ávöxt­um, rík­ur af víta­mín­um og andoxun­ar­efn­um sem næra húðina.
  • C-víta­míndrykk­ir hjálpa við fram­leiðslu kolla­gens fyr­ir sterk­ari húð.
  • Aloa vera örv­ar kolla­gen og jafn­ar húðlit.
  • Rauðróf­usafi gef­ur gljáa, end­ur­nær­ir og hreins­ar.
Góðir drykkir skipta máli fyrir húðina og fátt er betra …
Góðir drykk­ir skipta máli fyr­ir húðina og fátt er betra en vatn og fersk­ar sítr­ón­ur. Ljós­mynd/​Karítas

Ákveðnar mat­ar­teg­und­ir geta ert meira

Aðspurð seg­ir Lauf­ey að ákveðnar mat­ar­teg­und­ir geti ert húðina meira en aðrar, sér­stak­lega hjá fólki sem er með viðkvæma húð.

„Eins og ég nefndi áðan þá get­ur syk­ur aukið ból­ur og hraðað öldrun húðar­inn­ar. Hjá sum­um get­ur mjólk valdið ból­um og bólg­um. Í unn­um mat­vör­um er inni­hald rot­varn­ar­efna gjarn­an hátt, í þeim er líka fita og syk­ur sem geta valdið ból­um og ert­ingu. Síðan er of mikið salt ekki gott fyr­ir húðina, það get­ur valdið bjúg og þurrkað húðina upp. Steikt­ur mat­ur inni­held­ur oft trans­fit­ur sem geta aukið bólg­ur og ert húðina. Það er því best að forðast þess­ar mat­ar­teg­und­ir ef viðkom­andi er viðkvæm­ur fyr­ir húðvanda­mál­um,“ seg­ir Lauf­ey og bæt­ir við að gott sé skoða vel all­ar inni­halds­lýs­ing­ar á mat­væl­um til að fylgj­ast með nær­ing­ar­gild­inu.

Þetta ber að var­ast

  • Syk­ur: Get­ur örvað ból­ur og hraðað öldrun húðar­inn­ar.
  • Unn­ar mat­vör­ur: Inni­halda mikið af óhollri fitu og sykri sem get­ur valdið ból­um og húðert­ingu. Mjólk­ur­vör­ur geta valdið ból­um hjá sum­um ein­stak­ling­um.
  • Unn­ar kjötvör­ur: Mikið salt og rot­varn­ar­efni í þess­um vör­um geta þurrkað húðina.
  • Salt: Of mikið salt get­ur þurrkað húðina og valdið bjúg.

„Síðan má ekki gleyma að það er mjög mik­il­vægt að gæta að melt­ing­ar- og þarma­flór­unni og borða fæðu með góðgerl­um. Þannig má líka stuðla að heil­brigðri húð. Til gam­ans má geta þess að gamla góða kjötsúp­an henn­ar mömmu er mjög góð fyr­ir húðina vegna þess að hún inni­held­ur kolla­gen úr bein­soði sem eyk­ur teygj­an­leika húðar­inn­ar, prótein sem styður end­ur­nýj­un húðfrumna og græn­meti sem er ríkt af víta­mín­um og andoxun­ar­efn­um sem vernda húðina og bæta ljóma henn­ar,“ bæt­ir Lauf­ey og bros­ir sínu geislandi brosi.

Þegar Lauf­ey er að dunda sér í eld­hús­inu við mat­ar­gerðina ger­ir hún það af ást og um­hyggju. Það er eitt af því sem hún hef­ur að leiðarljósi, að hafa stund­ina góða.

„Gott er að hafa í huga þegar þú ert að elda mat að gera það með þakk­læti og kær­leika. Þá verður mat­ar­upp­lif­un­in líka enn betri,“ seg­ir Lauf­ey að lok­um og gef­ur hér les­end­um upp­skrift­ina að sín­um upp­á­halds­sal­a­trétti, heilsu­sal­ati Lauf­eyj­ar.

Hver og einn getur sett salatið saman með sínu nefi.
Hver og einn get­ur sett sal­atið sam­an með sínu nefi. mbl.is/​Karítas

Mataræðið sem gefur húðinni ljóma

Vista Prenta

Heilsu­sal­at Lauf­eyj­ar

Fyr­ir 4-6

  • 2 dós­ir tún­fisk­ur í olíu (hellið ol­í­unni af og setjið í sér skál og hrærið áður en hann er sett­ur sam­an við sal­atið)
  • 1 pk. frosn­ar rækj­ur, afþíða, setja klút yfir og kreista vökv­ann úr
  • 4 harðsoðin egg, skor­in í báta ef vill
  • ½ gúrka, skor­in eft­ir smekk
  • 12 kirsu­berjatóm­at­ar
  • 1 stk. paprika, skerið eft­ir smekk
  • 1 pk ferskt sal­at að eig­in vali
  • 3 gul­ræt­ur, saxaðar
  • 1 stk. stór rauðlauk­ur, smátt skor­inn
  • ½ krukka sal­atost­ur
  • Mozzar­ella­ost­ur eft­ir smekk
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • 1 msk. ferskt rós­marín, saxað
  • ½ tsk. salt
  • 1 msk. rif­inn par­mesanost­ur
  • 1 msk. rif­inn sítr­ónu­börk­ur
  • 1 msk. kapers

Aðferð:

  1. Veljið fal­lega og veg­lega skál til að setja sal­atið í. Setjið hrá­efnið í skál­ina eft­ir því sem ykk­ur lang­ar til en allra best er að setja harðsoðnu egg­in síðast og skera þau í báta.
  2. Rífið síðan í lok­in par­mesanost­inn og sítr­ónu­börk­inn yfir.
  3. Berið fal­lega fram.

 

Laufey er fagurkeri fram ífingurgóma og leggur mikið upp úr …
Lauf­ey er fag­ur­keri fram íf­ing­ur­góma og legg­ur mikið upp úr að leggja fal­lega á borð. mbl.is/​Karítas
Girnilegt salat hjá Laufeyju.
Girni­legt sal­at hjá Lauf­eyju. mbl.is/​Karítas
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert