Davíð Freyr Jóhannsson frá Mosfellsbakarí sigraði Puratos kökukeppnina sem fram fór síðastliðinn fimmtudag með safaríka sítrónuköku með sítrónu Smoobees. Að sögn dómnefndar var það einfaldleikinn sem heillaði og sítrónubragðið á kökunni sem fékk að njóta sín.
Puratos kökukeppnin var á vegum ÓJK-ÍSAM og var haldin á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöllinni sem stóð yfir dagana 31. október til 1. nóvember.
Alls voru 18 kökur sendar inn, en keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að kakan átti að vera fyrir að lágmarki 6 til 8 manns og innihalda a.m.k. tvær Puratos vörur. Frjálst var með útlit á kökurnar, en kakan átti að vera einföld og getað þolað að standa í kaffistofunni án þess að vera í kæli. Keppnisrétt höfðu allir þeir sem eru lærðir bakarar, konditorar, matreiðslumenn eða á námssamningi í þessum greinum.
Þátttakan í keppninni var með vonum framar og virkilega gaman að sjá hversu margir tóku þátt. Metnaðurinn hjá keppendum var mikill og ljóst að þeir sem eru í þessum faggreinum blómstra í dag,“ segir Eggert Jónsson viðskiptastjóri hjá ÓKJ-ÍSAM.
Það var samdóma álit allra og dómnefndarinnar að þetta hafi verið mjög skemmtileg kökukeppni og fjölbreytnin hafi komið á óvart.
Stig voru gefin fyrir bragð (60%), útlit (30 %) og uppbygging á köku og frágang á uppskrift (10%).
Dómnefnd skipuðu þau: