Gabríel Kristinn Bjarnason landsliðskokkur bauð í glæsilegt útgáfupartí í Hlégarði í tilefni þess að matreiðslubókin hans Þetta verður veisla er komin út. Fjölmargir komu og fögnuðu með Gabríel og þar mátti meðal annars sjá landsliðskokka og fleiri stór nöfn í veitingabransanum.
Gabríel bauð upp á fingramat sem borinn var fram á fallegum viðarbrettum sem eru einmitt táknræn í bókinni. Einnig eru uppskriftir af öllum réttunum sem hann bauð upp á að finna í bókinni. Kræsingarnar slógu í rækilega í gegn, heilluðu gestina upp úr skónum og fuðruðu upp af viðarbrettunum.
Matreiðslubókin er bæði röff og töff og stendur undir nafni. Í bókinni má finna frumlegar uppskriftir að smjöri og ídýfum, fingramat og veislupinnum, aðalréttum og eftirréttum.
Klárlega matreiðslubókin fyrir þá sem vilja halda matarveislu heima og bjóða vinum og fjölskyldu heim í matarupplifun en vilja ekki hafa allt of mikið fyrir því.
„ Ég er afar glaður að bókin sé loksins komin á markað og vona svo sannarlega að hún hljóti góðar viðtökur. Byrjunin lofar alla vega góðu og gaman að sjá hve margir komu í hófið að fagna útgáfunni með mér og mínu fólki,“ segir Gabríel og brosir sínu breiðasta.