Gabríel fór á kostum í útgáfupartíinu

Landsliðskokkarnir Snædís Jónsdóttir, Wiktor Pálsson og Ísak Aron Jóhannsson fögnuðu …
Landsliðskokkarnir Snædís Jónsdóttir, Wiktor Pálsson og Ísak Aron Jóhannsson fögnuðu með Gabríel Kr. Bjarnasyni en hann var að gefa út sína fyrstu matreiðslubók, Þetta verður veisla. Ljósmynd/Fermin Galeano

Gabríel Kristinn Bjarnason landsliðskokkur bauð í glæsilegt útgáfupartí í Hlégarði í tilefni þess að matreiðslubókin hans Þetta verður veisla er komin út. Fjölmargir komu og fögnuðu með Gabríel og þar mátti meðal annars sjá landsliðskokka og fleiri stór nöfn í veitingabransanum.

Gabríel bauð upp á fingramat sem borinn var fram á fallegum viðarbrettum sem eru einmitt táknræn í bókinni. Einnig eru uppskriftir af öllum réttunum sem hann bauð upp á að finna í bókinni. Kræsingarnar slógu í rækilega í gegn, heilluðu gestina upp úr skónum og fuðruðu upp af viðarbrettunum. 

Girnilegir réttir og fallega framsettir.
Girnilegir réttir og fallega framsettir. mbl.is/Sjöfn

Röff og töff

Matreiðslubókin er bæði röff og töff og stendur undir nafni. Í bókinni má finna frumlegar uppskriftir að smjöri og ídýfum, fingramat og veislupinnum, aðalréttum og eftirréttum.

Uppskriftirnar af öllum réttunum sem bornir voru fram er að …
Uppskriftirnar af öllum réttunum sem bornir voru fram er að finna í bókinni. mbl.is/Sjöfn

Klárlega matreiðslubókin fyrir þá sem vilja halda matarveislu heima og bjóða vinum og fjölskyldu heim í matarupplifun en vilja ekki hafa allt of mikið fyrir því.

„ Ég er afar glaður að bókin sé loksins komin á markað og vona svo sannarlega að hún hljóti góðar viðtökur. Byrjunin lofar alla vega góðu og gaman að sjá hve margir komu í hófið að fagna útgáfunni með mér og mínu fólki,“ segir Gabríel og brosir sínu breiðasta.

Birta, Aníta Agnes, Alexandra, Eydís Ósk, Edda og Aníta Jacobsen.
Birta, Aníta Agnes, Alexandra, Eydís Ósk, Edda og Aníta Jacobsen. Ljósmynd/Fermin Galeano
Sól, Dís og Vibeke Svala.
Sól, Dís og Vibeke Svala. Ljósmynd/Fermin Galeano
Eydís Anna, Svanlaug Elín og Vala Kristín.
Eydís Anna, Svanlaug Elín og Vala Kristín. Ljósmynd/Fermin Galeano
Theodór, Hallur og Svanlaug Elín.
Theodór, Hallur og Svanlaug Elín. Ljósmynd/Fermin Galeano
Davíð Bjarna, Kolfinnur, Eysteinn, Eva Rún, Eydís Ósk, Kristbjörg, Eiður …
Davíð Bjarna, Kolfinnur, Eysteinn, Eva Rún, Eydís Ósk, Kristbjörg, Eiður Andri og Ægir Líndal. Ljósmynd/Fermin Galeano
María Ómarsdóttir, Gabríel Kristinn, Eydís Ósk og Ágúst Markússon.
María Ómarsdóttir, Gabríel Kristinn, Eydís Ósk og Ágúst Markússon. Ljósmynd/Fermin Galeano
Gróa Ólafsdóttir, Soffía G Þórðardóttir, Dís Bjarnadóttir, Lilja Baldursdóttir og …
Gróa Ólafsdóttir, Soffía G Þórðardóttir, Dís Bjarnadóttir, Lilja Baldursdóttir og Bjarni Gunnar. Ljósmynd/Fermin Galeano
Jóhannes, Helga Bryndís, Ólafur Már, Þórir Örn, Gabríel Kristinn, Gréta, …
Jóhannes, Helga Bryndís, Ólafur Már, Þórir Örn, Gabríel Kristinn, Gréta, Tinni Guðmunds og Helga Högna. Ljósmynd/Fermin Galeano
Gabríel var iðinn við að árita bækur í teitinu.
Gabríel var iðinn við að árita bækur í teitinu. Ljósmynd/Fermin Galeano
Gabríel Kristinn og Ástrós Kristinsdóttir.
Gabríel Kristinn og Ástrós Kristinsdóttir. Ljósmynd/Fermin Galeano
Gluggað í bókina.
Gluggað í bókina. Ljósmynd/Fermin Galeano
Ómar Farooq og Gabríel Kristinn.
Ómar Farooq og Gabríel Kristinn. Ljósmynd/Fermin Galeano
Viðarbrettin eru í anda Gabríels.
Viðarbrettin eru í anda Gabríels. Ljósmynd/Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka