Allt ætlaði um koll að keyra þegar Þristurinn mætti

Hjónin Hakon Freyr Hovdenak og Brynja Hjaltalín buðu til fögnuðar …
Hjónin Hakon Freyr Hovdenak og Brynja Hjaltalín buðu til fögnuðar Þristinum til heiðurs. mbl.is/Ólafur Árdal

Hákon Freyr Hovdenak og teymið hjá Hovdenak Distillery stóðu fyrir fögnuði á afþreyingar- og veitingastaðnum Oche í tilefni þess að súkkulaðilíkjörin þeirra Þristurinn er kominn í hillurnar í Vínbúðunum.

Herlegheitin byrjuðu með pomp og prakt á laugardagskvöldið síðastliðið og allt ætlaði um koll að keyra þegar gestirnri brögðuðu á súkkulaðilíkjörnum sem er að fara sigurför um landið þessa dagana.

„Það kom skemmtilega á óvart hversu margir létu sjá sig á laugardagskvöldið og greinilegt að margir voru spenntir að fá að smakka,“ segir Hákon eigandi Hovdenak Distillery.

Hafa beðið eftir alvöru súkkulaðilíkjör

„Margir smökkuðu oftar en einu sinni, það var skálað og spjallað. Einnig var leikgleðin í fyrirrúmi og píla spiluð að hætti Oche. Stemningin var æðisleg, mikið gaman og spennan rafmögnuð. Þeir sem komu og smökkuðu voru sammála að þessi líkjör væri frábær,“ segir Hákon og bætir við að það sé mikill heiður að ná til fólksins með rétta bragðið og áferðina.

„Greinilegt að margir hafa beðið eftir alvöru súkkulaðilíkjör. Stefnan er svo að koma jafnvel með nokkra nýja rjómalíkjöra á næstunni, við erum sífellt að prufa nýja hluti og það má svo sannarlega bæta vel í líkjöraflóruna.

Ramin Dänser, Helga Dís Árnadóttir, Gayeon Mist Choi, Friðrik Arnbjörnsson, …
Ramin Dänser, Helga Dís Árnadóttir, Gayeon Mist Choi, Friðrik Arnbjörnsson, Kristján Carlsson Gränz, Ægir Ingimundarson, Brynjar Sigurðsson og Hákon Freyr Hovdenak. mbl.is/Ólafur Árdal

Við höldum áfram að framleiða Þristinn meirihlutann af vikunni hjá okkur fram að jólum og kemst fátt annað að á meðan. Við erum að standsetja nýja vél hjá okkur sem eykur afköstin tífalt, svo að restin af vörunum okkar komist nú líka í framleiðslu, en sem betur fer þá er til góður lager,“ segir Hákon.

Friðrik Arnbjörnsson.
Friðrik Arnbjörnsson. mbl.is/Ólafur Árdal

Jón enn í fullu fjöri 85 ára gamall

Aðspurður segir Hakon að þetta sé væntanlega ein stærsta vara sem hefur komið á áfengismarkaðinn frá því að Andrés og Guffi komu til landsins á dönsku. „Það er gríðarleg eftirspurn og væntingar hjá fólki. Fyrir stuttu þá sendum við vöruna út í hlutlaust mat hjá sérfræðingum, International Drink Specialists í Bretlandi, og gáfu þeir vörunni 97 stig. Þeir hafa aldrei gefið annari vöru hærri stig og erum við því einstaklega spennt að sjá hvernig varan fer í landann, þetta er jú eitt þekktasta vörumerki landsins. Það er einstakur heiður að fá að gera þessa vöru með goðsögninni honum Jóni, sem hóf rekstur Kólusar fyrir 65 árum og er enn í fullu fjöri að búa til súkkulaði, lakkrís og margt fleira góðgæti sem við þekkjum og elskum. Jón er orðinn 85 ára gamall og ekkert lát á afköstum hans,“ segir Hakon og brosir.

Gestir kunnu vel að meta súkkulaðilíkjörin.
Gestir kunnu vel að meta súkkulaðilíkjörin. mbl.is/Ólafur Árdal
Ófá skotin sem tekin voru.
Ófá skotin sem tekin voru. mbl.is/Ólafur Árdal
Eins og rjómasúkkulaði á litinn og áferðin flauelismjúk.
Eins og rjómasúkkulaði á litinn og áferðin flauelismjúk. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka