Ómótstæðilega gott vatnsmelónusalat fyrir matgæðinga

Ómótstæðilega melónusalat sem á vel við til að næra sálina …
Ómótstæðilega melónusalat sem á vel við til að næra sálina í myrkrinu. Ljósmynd/Aðsend

Fersk og góð salöt gleðja sálina á þessum árstíma og rifja gjarnan upp sumarminningarnar. Þetta ferska og litríka vatnsmelónusalat minnir okkur einmitt á hlýja sumardaga og á vel þessa dagana í myrkrinu. Sætleikinn úr safaríkri vatnsmelónunni, saltbragð ólífanna og fetaostsins er ómótstæðilega góð blanda. Síðan toppar myntan salatið með sínum ilmandi ferskleika.

Heiðurinn af þessari dýrð á Björk Jónsdóttir matgæðingur en hún töfraði fram þetta undurgóða salat og Tzatziki sósuna fyrir sumarblað Húsfreyjunnar. Albert Eiríksson matarbloggari birti eftirfarandi uppskrift á heimasíðu sinni, Albert eldar, og er iðinn við að birta uppskriftir frá öðrum sem heilla hann.

Myntan gefur svo skemmtilegt ferskt bragð og minnir á sumarið.
Myntan gefur svo skemmtilegt ferskt bragð og minnir á sumarið. Ljósmynd/Aðsend

Vansmelónusalat og Tzatziki sósa

Vatnsmelónusalat

  • 1 vatnsmelóna
  • 10 – 12 steinlausar svartar ólífur
  • 1 ½ dl Fetaostur í teningum
  • Ein lúka af ferskri myntu

Aðferð:

  1. Skerið vatnsmelónuna í fallega teninga
  2. Skerið ólífurnar í sneiðar og saxið myntuna
  3. Blandið öllu saman og stráið myntunni yfir.
  4. Berið fram á fallegan hátt ásamt Tzatziki sósunni (sjá uppskrift fyrir neðan)

Tzatziki sósa

  • 4 dl grísk jógúrt
  • ½ dl sýrður rjómi
  • 200 g agúrka
  • 2 stór hvítlauksrif
  • ½ -1 matskeið saxað dill (má sleppa)
  • Smá ólífuolía, salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Rífið agúrkuna gróft, kreistið vökvann frá.
  2. Pressið hvítlaukinn.
  3. Blandið öllu vel saman og smakkið til með salt og pipar.
  4. Smá ólífuolíu dreypt ofan á. Fallegt að skreyta með svörtum ólífum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert