Súkkulaði sem laðar fram lokkandi bernskuminningar um jólin

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom fær innblástur í súkkulaðigerðina úr …
Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom fær innblástur í súkkulaðigerðina úr æsku sinni. Ljósmynd/Aðsend

Nýjasta vetrarsúkkulaði Omnom er komið út og að þessu sinni býður súkkulaðigerðin upp á vinsælustu hátíðarbragðtegundina sína, Spiced white + Caramel í nýjum búning.

Hvaðan koma hugmyndirnar að súkkulaðinu?

„Það er einhvern veginn svo sterk tenging á milli minninga og ilms. Þegar kemur að því að búa til súkkulaði fyrir jólin á ég það oft til að leita í minningabankann og sæki innblástur þaðan frá einhverju úr æsku minni,“ útskýrir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom og meðstofnandi.

Súkkulaðið fæst í klassískri 60 gramma stærð og kemur í glæsilegum gylltum umbúðum en að þessu sinni er einnig boðið upp á gjafasett sem inniheldur 250 gramma súkkulaði ásamt litlum hamri. „Súkkulaðið kemur í veglegri gjafaöskju sem er fullkomin undir jólatréð,“ segir Kjartan og bætir við að mikill metnaður sé líka lagður í umbúðirnar.

Ástsæli hátíðardrykkur þjóðarinnar í súkkulaðiformi

„Eins og áður sagði fæ ég oft aragrúann allan af góðum hugmyndum úr bernsku minni til þess að leika mér með. Eins og til dæmis Malt og Appelsín.“  

Þessi ástsæli hátíðardrykkur þjóðarinnar hefur verið yfirfærður í súkkulaðiform hjá Omnom sem Kjartan segir að hafi verið skemmtileg áskorun.

„Í súkkulaðinu má finna keim af allskyns kryddum sem við tengjum við jólahátíðirnar, sem laða fram lokkandi minningar úr eldhúsinu og vekja upp ákveðna nostalgíu. Appelsínutónar og maltað bygg blandast saman kryddunum í einstakri harmoníu í þessum hvíta súkkulaðigrunni, sem er að lokum toppað með stökkum karamellubitum til þess að kóróna bragðið að mínu mati, “ segir Kjartan sposkur á svip. 

Appelsínutónar og maltað bygg blandast saman kryddunum í einstakri harmoníu …
Appelsínutónar og maltað bygg blandast saman kryddunum í einstakri harmoníu í þessum hvíta súkkulaðigrunni, sem er að lokum toppað með stökkum karamellubitum. Ljósmynd/Aðsend

Aðspurður segir Kjartans markmiðið vera að skapa súkkulaði sem myndi fanga hinn sanna jólaanda. „Í hverjum og í hverjum bita er ég fluttur heim á æskuheimilið, mamma að baka smákökur og Ellý og Vilhjálmur á fóninum. Ég vona innilega að súkkulaðiunnendur upplifi svipað þegar það nýtur súkkulaðisins, “ segir hann brosandi.

Mikill metnaður er lagður í umbúðirnar sem eru hátíðlegar og …
Mikill metnaður er lagður í umbúðirnar sem eru hátíðlegar og fallegar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert