„Fór fram úr okkar björtustu vonum“

Sigurður Laufdal og Micaela Ajanti yfirkokkur á OTO, með kokkunum …
Sigurður Laufdal og Micaela Ajanti yfirkokkur á OTO, með kokkunum þremur frá Svíþjóð, Lars Brenwald, Max Westerlund og John Forssell. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir

Á dögunum var einstakur pop-up viðburður haldinn á stjörnu­veit­ingastaðnum OTO við Hverf­is­götu 44 þar sem teymið frá veit­ingastaðnum Miyakodori í Stokk­hólmi í Svíþjóð mæt­ti og sýn­di list­ir sín­ar í eld­hús­inu.

Um var að ræða viðburð þar sem boðið var upp á ný­stár­lega mat­ar­upp­lif­un sem aldrei hef­ur sést áður á Íslandi. Í teym­inu voru mat­reiðslu­menn­irn­ir Lars Brennwald, John Forssell og Max Westerlund Inazawa en þeir eiga og reka veit­ingastaðinn í Stokk­hólmi sam­an.

OTO teymið og þríeykið frá veitingastaðnum Miyakodori í Stokk­hólmi eftir …
OTO teymið og þríeykið frá veitingastaðnum Miyakodori í Stokk­hólmi eftir gleði helgarinnar. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir

Fullbókað bæði kvöldin

„Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum og var fullbókað bæði kvöldin, gestirnir voru í skýjunum með matinn og stemningin var virkilega góð,“ segir Sigurður Laufdal yfirkokkur á OTO.

„Lars, Max og John voru yfir sig hrifnir af Íslandi, við fórum með þá meðal annars út að borða á veitingastöðunum ÓX, Skál og OTO. Þeim fannst maturinn og upplifunin vera framúrskarandi. Síðan böðuðum við þá vel í Hvammsvík og Sky Lagoon, þeir fóru sem sagt til baka ástfangnir af Íslandi. Nú er í bígerð að OTO verði með pop up á staðnum þeirra í Stokkhólmi,“ segir Sigurður og er þegar orðinn spenntur fyrir komandi tímum í Svíþjóð.

Myndirnar lýsa vel stemningunni sem ríkti á OTO síðustu helgi.

Glæsilegir réttir voru bornir fram.
Glæsilegir réttir voru bornir fram. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Eftirrétturinn fangaði bæði augu og munn.
Eftirrétturinn fangaði bæði augu og munn. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Forsmekkurinn á bragðupplifuninni.
Forsmekkurinn á bragðupplifuninni. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Fullt var út úr dyrum alla helgina á OTO.
Fullt var út úr dyrum alla helgina á OTO. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Gestirnir voru ánægður með matarupplifunina.
Gestirnir voru ánægður með matarupplifunina. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Boðið var upp á nýstárlega japanska matarupplifun sem á sér …
Boðið var upp á nýstárlega japanska matarupplifun sem á sér enga líka hér á landi. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Sigurður Laufdal var glaður með viðtökurnar.
Sigurður Laufdal var glaður með viðtökurnar. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Fegurð borin fram á disk.
Fegurð borin fram á disk. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Boðið var upp á sushi og sashimi.
Boðið var upp á sushi og sashimi. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Það var líf og fjör í eldhúsinu.
Það var líf og fjör í eldhúsinu. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Metnaðurinn í matargerðinni var í forgrunni.
Metnaðurinn í matargerðinni var í forgrunni. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Hugi Rafn Stefánsson nýkrýndur verðlaunahafi fyrir Eftirrétt ársins 2024 með …
Hugi Rafn Stefánsson nýkrýndur verðlaunahafi fyrir Eftirrétt ársins 2024 með aðstoðarkokkinum í eldhúsinu. Ljósmynd/Rebkka Marinósdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert