Systurnar Birgitta og Sylvía Haukdal gáfu út saman uppskriftabókina Bakað með Láru og Ljónsa á dögunum. Í bókinni eru fjölmargar uppskriftir sem henta krökkum á öllum aldri, allt frá einföldum uppskriftum fyrir byrjendur í bakstri upp í flóknari veislutertur sem fyrir þá sem vilja reyna á sig og takast á við áskoranir.
Nýja matreiðslubókinni Bakað með Láru og Ljónsa hentar krökkum á öllum aldri. Systurnar frá á kostum í þessari bókum ásamt Láru og Ljónsa.
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Þessar dásamlegu bollakökur sem bera heitið Regnbogabollakökur eru tilvaldar fyrir fjölskyldur að gera saman og spreyta sig á þegar kemur að því að skreyta með smjörkremi. Birgitta og Sylvía skemmtu sér konunglega saman við gerð þessara og léku við hvern sinn fingur þegar kom að því að skreyta. Lára og Ljónsi fengu að vera með og nutu sín í botn.
Regnbogabollakökur
Þegar baka skal þessar Regnbogabollakökur er gott að hafa eftirfarandi hluti úr eldhúsinu við hendina:
- Hrærivél
- Sigti
- Tvær skálar
- Sleif
- Bollakökuform
- Grillpinni
- Sprautupoki
- Stjörnustútur
Bollakökurnar
- 225 g smjör, við stofuhita
- 400 g sykur
- 200 ml eggjahvítur, við stofuhita
- 350 g hveiti
- 2 ½ tsk. lyftiduft
- ½ tsk. salt
- 300 ml súrmjólk
- 60 ml matarolía
- 1 msk. vanilludropar
- Smjörkrem, sjá uppskrift fyrir neðan
- Þrír ólíkir matarlitir eða eins og þið viljið nota
- Kökuskraut að eigin vali
Aðferð:
- Kveikið á ofninum, 175°C með blæstri.
- Setjið smjör og sykur saman í hrærivélarskál og þeytið þar til blandan verður ljós og létt. Hellið eggjahvítunum rólega saman við, litlu í einu.
- Sigtið hveitið og setjið í skál ásamt lyftidufti og salti. Það eru þurrefnin.
- Blandið saman í aðra skál súrmjólk, olíu og vanilludropum. Það eru blautefnin.
- Hrærið ⅓ af þurrefnunum saman við blönduna í hrærivélarskálinni.
- Bætið síðan helmingnum af blautefnunum saman við og hrærið.
- Setjið næst ⅓ af þurrefnunum saman við og hrærið.
- Blandið síðan hinum helmingnum af blautefnunum saman við.
- Að lokum fer síðasti ⅓ af þurrefnunum saman við. Varist að hræra deigið of mikið en samt nóg til þess að það komi saman.
- Skiptið deiginu í þrjá hluta og blandið hvern þeirra með matarlit í því magni sem umbúðirnar segja til um. Lára og Ljónsi völdu fjólubláan, bleikan og bláan.
- Setjið næst 1 msk. af hverju deigi í hvert bollakökuform, 3 msk. alls.
- Bakið við 175°C í 18–20 mínútur eða þar til pinni sem stungið er í miðja köku kemur hreinn upp úr.
- Meðan bollakökurnar eru að kólna er gott að gera smjörkremið (sjá uppskrift fyrir neðan).
- Sprautið smjörkremi ofan á með stjörnustút (til dæmis stút 2D) og skreytið með litríku kökuskrauti.
Smjörkrem
- 600 g smjör við stofuhita
- 600 g flórsykur
- 150 ml mjólk/rjómi
- 1 ½ tsk. vanilludropar
Aðferð:
- Þeytið smjörið vel og lengi þar til það verður létt og ljóst.
- Bæti við flórsykri og vanilludropum út í og haldið áfram að þeyta.
- Að lokum er mjólkinni eða rjóma bætt út í og þeytt í smástund í viðbót.
- Litið síðan kremið með þeim matarlit sem þið viljið.