Langar þig að skella í eina brauðtertu?

Þessar brauðtertur heilla, eru girnilegar og fallegar á borðið.
Þessar brauðtertur heilla, eru girnilegar og fallegar á borðið. Ljósmynd/Valla Gröndal

Dagur íslensku brauðtertunnar er í dag, miðvikudaginn 13. nóvember. Í Svíþjóð er sama dagsetning á þessari hefð og dagurinn þar er ávallt haldinn hátíðlegur. Það er því tilvalið að við gerum hið sama hér á landi og bjóðum upp á brauðtertu í tilefni dagsins með hátíðarívafi. Brauðterta og freyðandi drykkir fara til að mynda einstaklega vel saman.

Í tilefni dagsins eru sýndar hér nokkrar vel valdar uppskriftir af brauðtertum sem hafa birst á Matarvef mbl.is. Þetta eru uppskriftir sem eru fremur einfaldar og upplagt er að skella í eina brauðtertu fyrir kvöldið ef vill.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert