Það virðist vera karaókí fár á Íslandi ef marka má viðtökurnar sem veitingastaðurinn Oche Reykjavík hefur fengið en staðurinn er með sérstök herbergi þar sem gestir geta sungið í karaoki.
Jens Andersen, framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Singa, sem er tæknilausn fyrir staði sem reka herbergi með karaoki lausn og eru á um 1600 stöðum um allan heim, segir að Oche Reykjavík sé efst á lista yfir mest notuðu karaoki herbergin í síðasta mánuði. Oche Reykjavík skákar því stórum stöðum eins og stærsta afþreyingarstaðnum á Oxfordstræti í Lundúnum sem er einna þekktasti karaoki staður Evrópu.
Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri Oche Reykjavík, er ekki þekktur fyrir að taka lagið og segir sjálfur að hann hafi einungis einu sinni tekið lagið í karaoki og það var rétt fyrir opnun Oche Reykjavík. „Það var ekki neitt til að hreykja sér af þegar ég tók lagið en ég skemmti mér konunglega, þetta snýst um að hafa gaman er það ekki,“ segir Davíð Lúther.
„Ég er virkilega ánægður að ná þessum áfanga í haust að KarOche herbergin okkar eru nánast full allar helgar. Vonandi heldur þetta áfram og flestir láti sjá sig í söng stuði hjá okkur. Kerfið Singa sem við notum er alveg frábært. Okkar gestir bóka 85 mínútur og skiptir tíminn auðvitað máli fyrir þau. Þá er mjög góð lausn fyrir þá gesti að setja upp reikning á Singa.com áður en það er komið og undirbúa á sínum reikning hvaða lög á að taka um kvöldið. Þannig nýtist tíminn vel og lítið um þagnir í góðu partýi. Ég hvet líka aðra karaoki staði að skoða þessa lausn þar sem loksins er hægt að syngja íslensk lög, það er mikill áhugi á því eins og sést á vinsældalistanum," segir Davíð Lúther að lokum.
Vinsældalistinn á Oche Reykjavík í október: