Þessi stóðu upp úr á Íslandsmótinu í brauðtertugerð

Brauðterta purpurarósarinnar var sigurtertan en Guðmundur Kristinsson og tengdamóðir hans …
Brauðterta purpurarósarinnar var sigurtertan en Guðmundur Kristinsson og tengdamóðir hans Svala Sveinbergsdóttir gerðu þessa dásamlega fallegu, bragðgóðu og haganlega skreyttu rækjutertu. Samsett mynd/Karl Petersson

Í gær var Dag­ur ís­lensku brauðtert­unn­ar hald­inn með hátíðlegu yf­ir­bragði í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík. Sög­ur út­gáfa fögnuðu form­legri út­gáfu Stóru brauðtertu­bók­ar­inn­ar í til­efni dags­ins auk þess að úr­slit Íslands­móts­ins í brauðtertu­gerð voru kunn­gjörð með glæsi­brag.

Mik­ill fjöldi brauðtertu­unn­enda var sam­an kom­in í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í til­efni þessa og nem­end­ur skól­ans göldruðu fram dýr­ind­is brauðtert­ur und­ir leiðsögn Friðriks V mat­reiðslu­manns sem einnig var yfir­kokk­ur við gerð brauðtertu­bók­ar­inn­ar.

Meðfram vinnslu þess­ara bók­ar var haldið vel heppnað Íslands­mót í brauðtertu­gerð og var því sann­ar­lega til­efni til að til­kynna hverj­ir það voru sem stóðu upp í þess­ari þjóðlegu list­grein.

Erla Hlyns­dótt­ir, ein dóm­nefnd­ar­manna, formaður og stofn­andi Brauðtertu­fé­lags Erlu og Erlu, kynnti úr­slit­in við mik­inn fögnuð viðstaddra.

Verðlaun veitt í fimm flokk­um

Veitt voru verðlaun í fimm flokk­um, fyr­ir fal­leg­ustu brauðtert­una, frum­leg­ustu brauðtert­una, bragðbestu brauðtert­una, bestu pör­un­ina með kampa­víni og loks voru Íslands­meist­arn­ir krýnd­ir.

  • Íslands­meist­ar­inn í brauðtertu­gerð, það eru þau Guðmund­ur Krist­ins­son og tengda­móðir hans Svala Svein­bergs­dótt­ir sem gerðu dá­sam­lega fal­lega, bragðgóða og hag­an­lega skreytta rækju­tertu. (Brauðterta purpurarós­ar­inn­ar)
  • Fal­leg­asta brauðtert­an: Stein­unn Erla Sig­ur­geirs­dótt­ir fyr­ir him­neska hangi­kjötstertu. (Brauðterta skonsu­meist­ar­ans)
  • Frum­leg­asta brauðtert­an: Berg­lind Ellý Jóns­dótt­ir fyr­ir rót­tæka rækju og Ritz-kex tertu. (Brauðterta úr Hálsa­skógi)
  • Bragðbesta brauðtert­an: Magnús Ingi Björg­vins­son fyr­ir ljúf­fenga rækju­tertu. (Brauðterta hvers­dags­hetj­unn­ar)
  • Besta pör­un­in; brauðterta+kampa­vín: Ingimar Flóvent Marínós­son fyr­ir tún­fiskt­ertu. (Brauðterta bak­ara­drengs­ins)

Dóm­nefnd­in var skipuð eft­ir­töld­um aðilum:

  • Mar­grét Dórót­hea Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi skóla­stjóri Hús­stjórn­ar­skól­ans
  • Sig­ríður Örvars­dótt­ir, safn­stjóri Lista­safns­ins á Ak­ur­eyri
  • Erla Hlyns­dótt­ir, frá Brauðtertu­fé­lagi Erlu og Erlu
  • Tóm­as Her­manns­son, út­gef­andi hjá Sög­um út­gáfu 

Glæsi­leg verðlaun voru veitt fyr­ir hvern flokk, en þau voru:

  • Fyr­ir Íslands­meist­ar­ann: Gjafa­bréf að verðmæti 120.000,- krón­ur frá Icelanda­ir
  • Fyr­ir fal­leg­ustu brauðtert­una: Gjafa­bréf að verðmæti 15.000,- krón­ur frá Jóm­frúnni
  • Fyr­ir bragðbestu brauðtert­una: Martusa, siki­leysk ólífu­olía beint frá bónda, 5 lítr­ar
  • Fyr­ir frum­leg­ustu brauðtert­una: Bretti frá Kokku, til­valið fyr­ir brauðtert­ur.
  • Sér­stak­ur auka­vinn­ing­ur: Kampa­vín, Drappier Brut Nature frá San­te.

Mat­ar­vef­ur mbl.is ósk­ar öll­um vinn­ings­höf­um inni­lega til ham­ingju með viður­kenn­ing­arn­ar og brauðtertu­unn­end­um til ham­ingju með fyrstu brauðtertu­bók lands­manna, Stóru brauðtertu­bók­ina.

Brauðterta purpurarósarinnar sigurtertan.
Brauðterta purpurarós­ar­inn­ar sig­urt­ert­an. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Fallegasta brauðtertan ber heitið Brauðterta skonsumeistarans og kemur úr smiðju …
Fal­leg­asta brauðtert­an ber heitið Brauðterta skonsu­meist­ar­ans og kem­ur úr smiðju Stein­unn­ar Erlu Sig­ur­geirs­dótt­ur. Þetta er hangi­kjötsterta. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Berglind Ellý Jónsdóttir fyrir róttæka rækju og Ritz-kex tertu sem …
Berg­lind Ellý Jóns­dótt­ir fyr­ir rót­tæka rækju og Ritz-kex tertu sem vann titil­inn frum­leg­asta brauðtert­an og ber heitið Brauðterta úr Hálsa­skógi. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Bragðbesta brauðtertan en Magnús Ingi Björgvinsson gerði þessa og ber …
Bragðbesta brauðtert­an en Magnús Ingi Björg­vins­son gerði þessa og ber hún heitið Brauðterta hvers­dags­hetj­unn­ar. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Þessi vann fyrir besta pörunina, brauðterta+kampavín. Ingimar Flóvent Marínósson gerði …
Þessi vann fyr­ir besta pör­un­ina, brauðterta+kampa­vín. Ingimar Flóvent Marínós­son gerði þessa tún­fiskt­ertu sem ber heitið Brauðterta bak­ara­drengs­ins. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Hluti þeirra sem hlaut viðurkenningar í gær. Bakaradrengurinn, Ingimar Flóvent …
Hluti þeirra sem hlaut viður­kenn­ing­ar í gær. Bak­ara­dreng­ur­inn, Ingimar Flóvent Marínós­son fyr­ir bestu pör­un­ina, bróðir Íslands­meist­ar­ans tók við verðlaun­um þar sem Íslands­meist­ar­inn komst ekki vegna veðurs og loks Stein­unn Erla Sig­ur­geirs­dótt­ir fyr­ir fal­leg­ustu brauðtert­una. mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
Steinunn tekur við verðlaunum hjá Erlu Hlyns.
Stein­unn tek­ur við verðlaun­um hjá Erlu Hlyns. mbl.is/​Karítas
Gleðin var í fyrirrúmi í Hússtjórnarskólanum.
Gleðin var í fyr­ir­rúmi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um. mbl.is/​Karítas
Nemendur í Hússtjórnarskólanum buðu upp á brauðtertur i tilefni dagsins.
Nem­end­ur í Hús­stjórn­ar­skól­an­um buðu upp á brauðtert­ur i til­efni dags­ins. mbl.is/​Karítas
Verðlaunahöfum var klappað lof í lófa.
Verðlauna­höf­um var klappað lof í lófa. mbl.is/​Karítas
Glæsilegar brauðtertur.
Glæsi­leg­ar brauðtert­ur. mbl.is/​Karítas
Gestir nutu þess að bragða á dýrindis brauðtertum.
Gest­ir nutu þess að bragða á dýr­ind­is brauðtert­um. mbl.is/​Karítas
Skinku- og laxabrauðtertur þarna á ferð.
Skinku- og laxa­brauðtert­ur þarna á ferð. mbl.is/​Karítas
Anna Margrét Marinósdóttir og Ragnar Freyr Ingvarsson í góðum félagsskap.
Anna Mar­grét Marinós­dótt­ir og Ragn­ar Freyr Ingvars­son í góðum fé­lags­skap. mbl.is/​Karítas
Unga kynslóðin kann gott að meta.
Unga kyn­slóðin kann gott að meta. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert