Þessi stóðu upp úr á Íslandsmótinu í brauðtertugerð

Brauðterta purpurarósarinnar var sigurtertan en Guðmundur Kristinsson og tengdamóðir hans …
Brauðterta purpurarósarinnar var sigurtertan en Guðmundur Kristinsson og tengdamóðir hans Svala Sveinbergsdóttir gerðu þessa dásamlega fallegu, bragðgóðu og haganlega skreyttu rækjutertu. Samsett mynd/Karl Petersson

Í gær var Dagur íslensku brauðtertunnar haldinn með hátíðlegu yfirbragði í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Sögur útgáfa fögnuðu formlegri útgáfu Stóru brauðtertubókarinnar í tilefni dagsins auk þess að úrslit Íslandsmótsins í brauðtertugerð voru kunngjörð með glæsibrag.

Mikill fjöldi brauðtertuunnenda var saman komin í Hússtjórnarskólanum í tilefni þessa og nemendur skólans göldruðu fram dýrindis brauðtertur undir leiðsögn Friðriks V matreiðslumanns sem einnig var yfirkokkur við gerð brauðtertubókarinnar.

Meðfram vinnslu þessara bókar var haldið vel heppnað Íslandsmót í brauðtertugerð og var því sannarlega tilefni til að tilkynna hverjir það voru sem stóðu upp í þessari þjóðlegu listgrein.

Erla Hlynsdóttir, ein dómnefndarmanna, formaður og stofnandi Brauðtertufélags Erlu og Erlu, kynnti úrslitin við mikinn fögnuð viðstaddra.

Verðlaun veitt í fimm flokkum

Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, fyrir fallegustu brauðtertuna, frumlegustu brauðtertuna, bragðbestu brauðtertuna, bestu pörunina með kampavíni og loks voru Íslandsmeistarnir krýndir.

  • Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð, það eru þau Guðmundur Kristinsson og tengdamóðir hans Svala Sveinbergsdóttir sem gerðu dásamlega fallega, bragðgóða og haganlega skreytta rækjutertu. (Brauðterta purpurarósarinnar)
  • Fallegasta brauðtertan: Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir fyrir himneska hangikjötstertu. (Brauðterta skonsumeistarans)
  • Frumlegasta brauðtertan: Berglind Ellý Jónsdóttir fyrir róttæka rækju og Ritz-kex tertu. (Brauðterta úr Hálsaskógi)
  • Bragðbesta brauðtertan: Magnús Ingi Björgvinsson fyrir ljúffenga rækjutertu. (Brauðterta hversdagshetjunnar)
  • Besta pörunin; brauðterta+kampavín: Ingimar Flóvent Marínósson fyrir túnfisktertu. (Brauðterta bakaradrengsins)

Dómnefndin var skipuð eftirtöldum aðilum:

  • Mar­grét Dórót­hea Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi skóla­stjóri Hús­stjórn­ar­skól­ans
  • Sig­ríður Örvars­dótt­ir, safn­stjóri Lista­safns­ins á Ak­ur­eyri
  • Erla Hlyns­dótt­ir, frá Brauðtertu­fé­lagi Erlu og Erlu
  • Tóm­as Her­manns­son, út­gef­andi hjá Sög­um út­gáfu 

Glæsileg verðlaun voru veitt fyrir hvern flokk, en þau voru:

  • Fyr­ir Íslands­meist­ar­ann: Gjafa­bréf að verðmæti 120.000,- krón­ur frá Icelandair
  • Fyr­ir fal­leg­ustu brauðtert­una: Gjafa­bréf að verðmæti 15.000,- krón­ur frá Jóm­frúnni
  • Fyr­ir bragðbestu brauðtert­una: Martusa, siki­leysk ólífu­olía beint frá bónda, 5 lítr­ar
  • Fyr­ir frum­leg­ustu brauðtert­una: Bretti frá Kokku, til­valið fyr­ir brauðtert­ur.
  • Sér­stak­ur auka­vinn­ing­ur: Kampa­vín, Drappier Brut Nature frá Sante.

Matarvefur mbl.is óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með viðurkenningarnar og brauðtertuunnendum til hamingju með fyrstu brauðtertubók landsmanna, Stóru brauðtertubókina.

Brauðterta purpurarósarinnar sigurtertan.
Brauðterta purpurarósarinnar sigurtertan. Ljósmynd/Karl Petersson
Fallegasta brauðtertan ber heitið Brauðterta skonsumeistarans og kemur úr smiðju …
Fallegasta brauðtertan ber heitið Brauðterta skonsumeistarans og kemur úr smiðju Steinunnar Erlu Sigurgeirsdóttur. Þetta er hangikjötsterta. Ljósmynd/Karl Petersson
Berglind Ellý Jónsdóttir fyrir róttæka rækju og Ritz-kex tertu sem …
Berglind Ellý Jónsdóttir fyrir róttæka rækju og Ritz-kex tertu sem vann titilinn frumlegasta brauðtertan og ber heitið Brauðterta úr Hálsaskógi. Ljósmynd/Karl Petersson
Bragðbesta brauðtertan en Magnús Ingi Björgvinsson gerði þessa og ber …
Bragðbesta brauðtertan en Magnús Ingi Björgvinsson gerði þessa og ber hún heitið Brauðterta hversdagshetjunnar. Ljósmynd/Karl Petersson
Þessi vann fyrir besta pörunina, brauðterta+kampavín. Ingimar Flóvent Marínósson gerði …
Þessi vann fyrir besta pörunina, brauðterta+kampavín. Ingimar Flóvent Marínósson gerði þessa túnfisktertu sem ber heitið Brauðterta bakaradrengsins. Ljósmynd/Karl Petersson
Hluti þeirra sem hlaut viðurkenningar í gær. Bakaradrengurinn, Ingimar Flóvent …
Hluti þeirra sem hlaut viðurkenningar í gær. Bakaradrengurinn, Ingimar Flóvent Marínósson fyrir bestu pörunina, bróðir Íslandsmeistarans tók við verðlaunum þar sem Íslandsmeistarinn komst ekki vegna veðurs og loks Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir fyrir fallegustu brauðtertuna. mbl.is/Karítas
mbl.is/Karítas
Steinunn tekur við verðlaunum hjá Erlu Hlyns.
Steinunn tekur við verðlaunum hjá Erlu Hlyns. mbl.is/Karítas
Gleðin var í fyrirrúmi í Hússtjórnarskólanum.
Gleðin var í fyrirrúmi í Hússtjórnarskólanum. mbl.is/Karítas
Nemendur í Hússtjórnarskólanum buðu upp á brauðtertur i tilefni dagsins.
Nemendur í Hússtjórnarskólanum buðu upp á brauðtertur i tilefni dagsins. mbl.is/Karítas
Verðlaunahöfum var klappað lof í lófa.
Verðlaunahöfum var klappað lof í lófa. mbl.is/Karítas
Glæsilegar brauðtertur.
Glæsilegar brauðtertur. mbl.is/Karítas
Gestir nutu þess að bragða á dýrindis brauðtertum.
Gestir nutu þess að bragða á dýrindis brauðtertum. mbl.is/Karítas
Skinku- og laxabrauðtertur þarna á ferð.
Skinku- og laxabrauðtertur þarna á ferð. mbl.is/Karítas
Anna Margrét Marinósdóttir og Ragnar Freyr Ingvarsson í góðum félagsskap.
Anna Margrét Marinósdóttir og Ragnar Freyr Ingvarsson í góðum félagsskap. mbl.is/Karítas
Unga kynslóðin kann gott að meta.
Unga kynslóðin kann gott að meta. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka