Íslenskar og ítalskar jólahefðir sameinast á brakandi pítsabotnum

Mikil gleði var í jólaboði Ásu Maríu Regins og Emils …
Mikil gleði var í jólaboði Ásu Maríu Regins og Emils Hallfreðssonar sem haldið var á Olifa La Madre Pizza á dögunu, Gestir fengu að bragða á jólapítsunum í ár. Ása naut sín með gestunum. Ljósmynd/Karl Petersson

Íslenskir matgæðingar hafa fyrir löngu tekið ástfóstri við ítölsku pítsurnar á Olifa La Madre Pizza. Frá opnun veitingastaðarins, sem er staðsettur að Suðurlandsbraut 12, sumarið 2022 hafa þau hjónin Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson lagt ástríðu og metnað í að kynna landsmönnum fyrir því allra besta sem Ítalía hefur upp á að bjóða að þeirra mati þegar kemur að pítsabotnum og hráefni.

„Við Emil höfum ástríðu fyrir góðum og vönduðum hráefnum eftir að hafa búið á Ítalíu rúm 17 ár. Hér höfum við fengið ljúft og gott mataruppeldi sem hefur mótað okkur mjög”,“ segir Ása með bros á vör.

Buðu í jólaboð

Í tilefni þess að jólin eru á næsta leyti og Olifa teymið hefur sett saman afar spennandi jólaseðil sem má segja að sameini íslenskar og ítalskar jólahefðir á spennandi hátt buðu Ása og Emil í jólaboð þar sem nýr matseðill var kynntur. Á seðlinum má nefna pítsuna La Stella (stjarnan) sem skartar mozzarella og brie osti, ofnbökuðum kartöflum, lambasalati og Olifa Chili hunangi og La Letterina þar sem Speck (þurrkrydduð skinka) mætir mozzarella, brie osti og rifsberjum.

„Við leyfðum okkur að hugsa svolítið langt út fyrir rammann þegar við settum jólaseðilinn saman og útkoman er ótrúlega skemmtileg. Mín uppáhaldspítsa á jólaseðlinum er Il Babbo Natale þar sem hægeldað íslenskt lambalæri hittir fyrir ofnbakaðar sætar kartöflur og salatost”, bætir Ása við.

Og það eru fleiri frumlegar samsetningar á jólaseðlinum. Jólapítsan Il Camino er afar fögur á að líta en á henni er birkireyktur lax úr landeldi, sítrónurjómaostur, Olifa hunang og ferskt dill.

Panettone frá hinu víðfræga sælkerabakarí Infermentum

Og unnendur Panettone þurfa ekki að örvænta. Ása og Emil hafa tryggt sér töluvert magn af handgerðu Panettone frá hinu víðfræga sælkerabakaríi Infermentum sem verður í boði í sneiðum á jólaseðlinum og til sölu í takmörkuðu upplagi í heilu lagi á veitingastaðnum á Suðurlandsbraut 12.

„Við Emil erum algjör jólabörn. Jólin á Ítalíu eru töfrandi líkt og hér heima á Íslandi og við hlökkum mikið til að taka á móti gestum og sjá hver viðbrögðin verða við þessum jólalegu nýjungum,“ segir Ása að lokum full tilhlökkunar.

Ása hefur verið dugleg við að sýna frá matarævintýri þeirra Emils og fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með hér og hér.

Myndirnar lýsa stemningunni sem ríkti vel. 

Boðið var upp á glæsilegt hlaðborð þar sem jólapítsurnar voru …
Boðið var upp á glæsilegt hlaðborð þar sem jólapítsurnar voru bornar fram í allri sinni dýrð. Ljósmynd/Karl Petersson
Teymið á Olifa bar pítsurnar fram á fallegum viðarbrettum í …
Teymið á Olifa bar pítsurnar fram á fallegum viðarbrettum í anda Ásu og Emils en þau eru fagurkerar fram í fingurgóma. Ljósmynd/Karl Petersson
Metnaðurinn í eldhúsinu.
Metnaðurinn í eldhúsinu. Ljósmynd/Karl Petersson
Jóhannes Ásbjörnsson lét sig ekki vanta í jólagleðina og mæti …
Jóhannes Ásbjörnsson lét sig ekki vanta í jólagleðina og mæti með fjölskylduna að njóta. Ljósmynd/Karl Petersson
Pítsurnar nutu mikilla vinsælda meðal gesta.
Pítsurnar nutu mikilla vinsælda meðal gesta. Ljósmynd/Karl Petersson
Fallegir jólatónar ómuðu um staðinn.
Fallegir jólatónar ómuðu um staðinn. Ljósmynd/Karl Petersson
Vinir og vandamenn Ásu og Emils mættu í boðið.
Vinir og vandamenn Ásu og Emils mættu í boðið. Ljósmynd/Karl Petersson
Guðríður Jóhannesdóttir mætti með fjölskylduna.
Guðríður Jóhannesdóttir mætti með fjölskylduna. Ljósmynd/Karl Petersson
Gleðin skein úr andliti matargesta.
Gleðin skein úr andliti matargesta. Ljósmynd/Karl Petersson
Olifa er komin í jólabúninginn.
Olifa er komin í jólabúninginn. Ljósmynd/Karl Petersson
Teymið tryggði að allt gengi smurt fyrir sig.
Teymið tryggði að allt gengi smurt fyrir sig. Ljósmynd/Karl Petersson
Emil náði að spjalla við gestina.
Emil náði að spjalla við gestina. Ljósmynd/Karl Petersson
Ítalskt þema ríkir yfir staðnum.
Ítalskt þema ríkir yfir staðnum. Ljósmynd/Karl Petersson
Sælkerarnir hópuðustu um hlaðborðið.
Sælkerarnir hópuðustu um hlaðborðið. Ljósmynd/Karl Petersson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka