Íslenskar og ítalskar jólahefðir sameinast á brakandi pítsabotnum

Mikil gleði var í jólaboði Ásu Maríu Regins og Emils …
Mikil gleði var í jólaboði Ásu Maríu Regins og Emils Hallfreðssonar sem haldið var á Olifa La Madre Pizza á dögunu, Gestir fengu að bragða á jólapítsunum í ár. Ása naut sín með gestunum. Ljósmynd/Karl Petersson

Íslensk­ir mat­gæðing­ar hafa fyr­ir löngu tekið ást­fóstri við ít­ölsku pítsurn­ar á Olifa La Madre Pizza. Frá opn­un veit­ingastaðar­ins, sem er staðsett­ur að Suður­lands­braut 12, sum­arið 2022 hafa þau hjón­in Ása María Reg­ins­dótt­ir og Emil Hall­freðsson lagt ástríðu og metnað í að kynna lands­mönn­um fyr­ir því allra besta sem Ítal­ía hef­ur upp á að bjóða að þeirra mati þegar kem­ur að pítsa­botn­um og hrá­efni.

„Við Emil höf­um ástríðu fyr­ir góðum og vönduðum hrá­efn­um eft­ir að hafa búið á Ítal­íu rúm 17 ár. Hér höf­um við fengið ljúft og gott mat­ar­upp­eldi sem hef­ur mótað okk­ur mjög”,“ seg­ir Ása með bros á vör.

Buðu í jóla­boð

Í til­efni þess að jól­in eru á næsta leyti og Olifa teymið hef­ur sett sam­an afar spenn­andi jóla­seðil sem má segja að sam­eini ís­lensk­ar og ít­alsk­ar jóla­hefðir á spenn­andi hátt buðu Ása og Emil í jóla­boð þar sem nýr mat­seðill var kynnt­ur. Á seðlin­um má nefna pítsuna La Stella (stjarn­an) sem skart­ar mozzar­ella og brie osti, ofn­bökuðum kart­öfl­um, lamba­sal­ati og Olifa Chili hun­angi og La Letter­ina þar sem Speck (þurrkrydduð skinka) mæt­ir mozzar­ella, brie osti og rifs­berj­um.

„Við leyfðum okk­ur að hugsa svo­lítið langt út fyr­ir ramm­ann þegar við sett­um jóla­seðil­inn sam­an og út­kom­an er ótrú­lega skemmti­leg. Mín upp­á­hald­spít­sa á jóla­seðlin­um er Il Bab­bo Na­tale þar sem hæg­eldað ís­lenskt lamba­læri hitt­ir fyr­ir ofn­bakaðar sæt­ar kart­öfl­ur og sal­atost”, bæt­ir Ása við.

Og það eru fleiri frum­leg­ar sam­setn­ing­ar á jóla­seðlin­um. Jólapíts­an Il Cam­ino er afar fög­ur á að líta en á henni er birkireykt­ur lax úr land­eldi, sítr­ón­ur­jóma­ost­ur, Olifa hun­ang og ferskt dill.

Panett­one frá hinu víðfræga sæl­kera­bakarí In­fer­ment­um

Og unn­end­ur Panett­one þurfa ekki að ör­vænta. Ása og Emil hafa tryggt sér tölu­vert magn af hand­gerðu Panett­one frá hinu víðfræga sæl­kera­baka­ríi In­fer­ment­um sem verður í boði í sneiðum á jóla­seðlin­um og til sölu í tak­mörkuðu upp­lagi í heilu lagi á veit­ingastaðnum á Suður­lands­braut 12.

„Við Emil erum al­gjör jóla­börn. Jól­in á Ítal­íu eru töfr­andi líkt og hér heima á Íslandi og við hlökk­um mikið til að taka á móti gest­um og sjá hver viðbrögðin verða við þess­um jóla­legu nýj­ung­um,“ seg­ir Ása að lok­um full til­hlökk­un­ar.

Ása hef­ur verið dug­leg við að sýna frá matar­ævin­týri þeirra Em­ils og fyr­ir áhuga­sama er hægt að fylgj­ast með hér og hér.

Mynd­irn­ar lýsa stemn­ing­unni sem ríkti vel. 

Boðið var upp á glæsilegt hlaðborð þar sem jólapítsurnar voru …
Boðið var upp á glæsi­legt hlaðborð þar sem jólapítsurn­ar voru born­ar fram í allri sinni dýrð. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Teymið á Olifa bar pítsurnar fram á fallegum viðarbrettum í …
Teymið á Olifa bar pítsurn­ar fram á fal­leg­um viðarbrett­um í anda Ásu og Em­ils en þau eru fag­ur­ker­ar fram í fing­ur­góma. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Metnaðurinn í eldhúsinu.
Metnaður­inn í eld­hús­inu. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Jóhannes Ásbjörnsson lét sig ekki vanta í jólagleðina og mæti …
Jó­hann­es Ásbjörns­son lét sig ekki vanta í jólagleðina og mæti með fjöl­skyld­una að njóta. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Pítsurnar nutu mikilla vinsælda meðal gesta.
Pítsurn­ar nutu mik­illa vin­sælda meðal gesta. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Fallegir jólatónar ómuðu um staðinn.
Fal­leg­ir jólatón­ar ómuðu um staðinn. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Vinir og vandamenn Ásu og Emils mættu í boðið.
Vin­ir og vanda­menn Ásu og Em­ils mættu í boðið. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Guðríður Jóhannesdóttir mætti með fjölskylduna.
Guðríður Jó­hann­es­dótt­ir mætti með fjöl­skyld­una. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Gleðin skein úr andliti matargesta.
Gleðin skein úr and­liti mat­ar­gesta. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Olifa er komin í jólabúninginn.
Olifa er kom­in í jóla­bún­ing­inn. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Teymið tryggði að allt gengi smurt fyrir sig.
Teymið tryggði að allt gengi smurt fyr­ir sig. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Emil náði að spjalla við gestina.
Emil náði að spjalla við gest­ina. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Ítalskt þema ríkir yfir staðnum.
Ítalskt þema rík­ir yfir staðnum. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
Sælkerarnir hópuðustu um hlaðborðið.
Sæl­ker­arn­ir hópuðustu um hlaðborðið. Ljós­mynd/​Karl Peters­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert