Syndsamlega góð föstudagsídýfa sem rífur í

Syndsamlega girnilega ídýfa sem rífur í. Ekta til að njóta …
Syndsamlega girnilega ídýfa sem rífur í. Ekta til að njóta á föstudagskvöldi við kertaljós og huggulegheit. Samsett mynd

Svava Gunnarsdóttir hjá Ljúfmeti töfraði fram þessa girnilegu „chili cheese“ ídýfu sem steinliggur á föstudagskvöldi. Uppskriftinni deildi hún með fylgjendum sínum á Instagramsíðu sinni ásamt myndbandi með handbragðinu.

„Föstudagssnarl er áralöng hefð hjá okkur og um síðustu helgi tók Gunnar minn upp þegar ég útbjó „chili cheese“ ídýfu sem við fengum okkur með jólabjórnum,“ segir Svava og sannfærð um þessi falli í kramið hjá fleirum.

Chili Cheese“ ídýfa

  • 300 g rjómaostur
  • 115 g mozzarella
  • 115 g cheddar
  • 2 fersk jalapeno (fræin höfð með eftir smekk)
  • salt eftir smekk
  • svartur pipar eftir smekk
  • cayenne pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°C á blæstri.
  2. Fínhakkið jalapeno og hrærið saman við rjómaost, mozzarella og cheddar.
  3. Smakkið til með salti, pipar og cayenne.
  4. Setjið hræruna í eldfast form og dreifið úr henni jafnt og þétt.
  5. Setjið fatið inn í ofninn og bakið í um það bil 25-30 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og farinn að búbbla.
  6. Skreytið með smá ferskum chilipipar og berið nachos-flögum eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert