Vissir þú þetta um egg?

Egg skiptast í þrjá parta.
Egg skiptast í þrjá parta. Unsplash/Jasmin Egger

Eft­ir­rétta­drottn­ing­in, Ólöf Ólafs­dótt­ir, konditor og fyrr­ver­andi meðlim­ur ís­lenska kokka­landsliðsins, held­ur áfram að gef­a les­end­um góð bakst­urs­ráð. Ráðin henn­ar Ólaf­ar munu nýt­ast þeim sem hafa gam­an af því að baka, skreyta kök­ur og galdra fram eft­ir­rétti. Þegar egg eru annars vegar eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga og það þekkir Ólöf mjög vel í sínu fagi. Egg eru mikið notuðu í bakstur og eftirréttagerð og þá skiptir miklu máli að þekkja eggin vel og hlutföllin þegar kemur að eggjarauðu og eggjahvítu.

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands gefur lesendum góð húsráð.
Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands gefur lesendum góð húsráð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Egg skiptast í þrjá parta

„Þegar nota skal egg er gott að hafa í huga að egg vega um það bil 50 grömm og skiptast í þrjá parta, eggjarauðan er einn partur og eggjahvítan eru tveir partar. Þetta ráð getur hjálpað þér þegar að kemur að nota gerilsneydd egg eins og til dæmis í ís, mús eða frómas. Það getur skipt sköpun þegar gera skal ís, mús eða frómas að vera mjög nákvæmur þegar kemur að magninu sem notað er af eggjum til þess að framkvæmdin heppnist sem best,“ segir Ólöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka