Bjarni gerði „kvenfélagslegustu“ brauðtertuna

Friðrik V. Hraunfjörð matreiðslumeistari dæmdi frammistöðu frambjóðendanna.
Friðrik V. Hraunfjörð matreiðslumeistari dæmdi frammistöðu frambjóðendanna. Ljósmynd/Aðsend

Sjálfstæðisflokkurinn í Suðvesturkjördæmi stóð fyrir brauðtertukeppni í Kraganum í gær þar sem frambjóðendur kepptust um að útbúa vænlegar brauðtertur.

Keppnin fór fram í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi að Silfursmára 4.

Voru meðal annars veitt verðlaun fyrir kvenfélagslegustu brauðtertuna, sem Bjarni Benediktsson formaður flokksins hreppti. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hreppti aftur á móti verðlaunin fyrir bestu brauðtertuna. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hreppti verðlaunin fyrir bestu brauðtertuna.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hreppti verðlaunin fyrir bestu brauðtertuna. Ljósmynd/Aðsend

Friðrik V. Hraunfjörð matreiðslumeistari dæmdi frammistöðu keppenda en hann er einn af meðhöfundum bókarinnar Stóra Brauðtertubókin, sem kom nýverið út á vegum Sögur forlags.

Rósa Guðbjartsdóttir bauð upp á glæsilegustu brauðtertuna að mati dómarans.
Rósa Guðbjartsdóttir bauð upp á glæsilegustu brauðtertuna að mati dómarans.

Niðurstaða Friðriks var eftirfarandi:

  1. Þórdís Kolbrún, besta brauðtertan
  2. Rósa Guðbjartsdóttir, glæsilegasta brauðtertan
  3. Sigríður Marta, frumlegasta brauðtertan
  4. Hólmar Már, karlalegasta brauðtertan
  5. Bjarni Benediktsson, kvenfélagslegasta brauðtertan
Bjarni bauð upp á kvennfélagslegustu brauðtertuna að mati Friðriks.
Bjarni bauð upp á kvennfélagslegustu brauðtertuna að mati Friðriks. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert