Gott brauð er gulls ígildi. Hver man ekki eftir gamla góða sveitabrauðinu sem naut mikilla vinsælda hér á árum áður? Ingunn Mjöll sem heldur úti heimasíðunni Íslandsmjöll deildi á dögunum með lesendum sínum þessari einföld og góð uppskrift af sveitabrauði. Það þarf ekki mikið af hráefnum í þetta brauð og svo er einstaklega einfalt að baka það. Þetta getur ekki klikkað.
Sveitabrauð
- 4 bollar hveiti
- 4 tsk. lyftiduft
- 1 msk. sykur
- Salt eftir smekk, mætti alveg vera um 1-2 tsk. af saltinu til að finna bragð
- Mjólk eða annar vökvi, til dæmis súrmjólk eftir þörfum
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn í 175°C hita.
- Setjið allt hráefnið nema vökvann saman í skál og hrærið vel.
- Bætið síðan vökvanum saman við eftir þörfum.
- Þið finnið fljót hvað þið viljið hafa mikinn vökva.
- Þetta á að líta út eins og þykkur hafragrautur. það má leika sér með þessa uppskrift með því að minnka hveitið og setja eitthvað annað.
- Setjið deigið síðan í klassísk brauðform.
- Setjið inn í ofn og bakið við 175° í um það bil 50 mínútur á undir og yfir hita.
- Ef ykkur finnst deigið vera blaut bætið þá við u.þ.b. 10-15 mínútum.
- Gott er stinga í brauðið kökuprjóni til að sjá hvort brauðið sé tilbúið og ef ekkert kemur upp með prjóninum þá er það tilbúið.
- Berið brauðið fram ylvolgt með smjöri og osti.